Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
   fös 12. september 2025 12:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Emanuel Emegha í Chelsea (Staðfest)
Emanuel Emegha.
Emanuel Emegha.
Mynd: Chelsea
Chelsea hefur gengið frá samningi við sóknarmanninn Emanuel Emegha frá Strasbourg í Frakklandi.

Leikmaðurinn mun skipta yfir til Chelsea árið 2026, en ekki kemur fram hvort það verði í janúar eða næsta sumar.

Chelsea og Strasbourg eru með sömu eigendur og hafa leikmenn reglulega verið að skipta þarna á milli, þó aðallega frá Chelsea til Strasbourg.

Emegha er 22 ára gamall Hollendingur og þykir einn mest spennandi sóknarmaður franska boltans.

Á síðasta tímabili skoraði hann 14 mörk í 29 leikjum með Strasbourg sem er í frönsku úrvalsdeildinni.

Hann er 1,96 metrar á hæð og verður spennandi að sjá hvernig hann kemur inn í lið Chelsea þegar hann mætir á svæðið.
Athugasemdir
banner