Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
   fös 12. september 2025 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Einn af þessum sérstöku leikmönnum" framlengir við Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Simon Tibbling, sem hefur verið í lykilhlutverki hjá Fram, hefur framlengt samning sinn við félagið. Hann er nú samningsbundinn félaginu út tímabilið 2027 en fyrri samningur hefði runnið út eftir yfirstandandi tímabil.

Tibbling er sænskur miðjumaður sem hefur átt flottan feril. Hann kom til Fram eftir að hafa glímt við erfið meiðsli en hefur spilað alla leikina með Fram í sumar og skorað þrjú mörk.

Fram er sem stendur í 6. sæti Bestu deildarinnar og mætir FH á útivelli í lokaumferð deildarinnar fyrir tvískiptingu á sunnudag.

Úr tilkynningu Fram
Simon hefur komið frábærlega inn í félagið, bæði innan sem utan vallar. Við lítum á hann sem lykilmann í áframhaldandi uppbyggingu meistaraflokks karla og hlökkum til að sjá hann halda áfram að blómstra í bláu treyjunni næstu árin.

„Simon er einn af þessum sérstöku leikmönnum. Hann er með mikinn persónuleika og gott hugarfar, sem skiptir miklu máli. Hann hefur náð að koma sér vel fyrir hérlendis og kann vel við sig. Hann er einn af þeim leikmönnum sem við viljum hafa hjá okkur. Þetta sýnir líka að Fram er á ákveðinni vegferð með því að halda í svona sterkan leikmann," segir Guðmundur Torfason sem er formaður fótboltadeildar Fram.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 21 12 4 5 52 - 33 +19 40
2.    Víkingur R. 21 11 6 4 40 - 27 +13 39
3.    Stjarnan 21 11 4 6 41 - 34 +7 37
4.    Breiðablik 21 9 6 6 36 - 34 +2 33
5.    FH 21 8 5 8 39 - 33 +6 29
6.    Fram 21 8 4 9 30 - 29 +1 28
7.    ÍBV 21 8 4 9 23 - 27 -4 28
8.    Vestri 21 8 3 10 22 - 24 -2 27
9.    KA 21 7 5 9 25 - 38 -13 26
10.    KR 21 6 6 9 42 - 44 -2 24
11.    Afturelding 21 5 6 10 28 - 36 -8 21
12.    ÍA 21 6 1 14 23 - 42 -19 19
Athugasemdir
banner