Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
   lau 13. september 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ancelotti tilbúinn að vera lengur í Brasilíu
Mynd: EPA
Carlo Ancelotti tók við brasilíska landsliðinu fyrr á þessu ári. Hann skrifaði undir samning sem gildir út HM næsta sumar sem fram fer í Kanada, Bandaríkjunum og Mexíkó.

Hann sagði í samtali við ESPN í Brasilíu að hann vilji stýra liðinu á næsta heimsmeistaramóti árið 2030.

„Ég hef viljað þjálfa brasilíska landsliðið frá 2023. Það er sérstakt að undirbúa brasilíska landsliðið fyrir HM. Ég skrifaði undir eins árs samning, eftir HM er allt opið, það var rétt á síinum tíma að skrifa undir eins árs samning," sagði Ancelotti.

„Ef sambandið vill halda samstarfinu áfram er það ekkert mál mín vegna. Ég er mjög ánægður hérna, fjölskyldan er líka ánægð. Við höfum nægan tíma til að hugsa þetta og ræða. Það yrði mjög gaman að vera áfram."

Athugasemdir