Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
banner
   lau 13. september 2025 23:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Atletico náði loksins í fyrsta sigurinn
Pablo Barrios
Pablo Barrios
Mynd: EPA
Atletico Madrid 2 - 0 Villarreal
1-0 Pablo Barrios ('9 )
2-0 Nicolas Gonzalez ('52 )

Atletico Madrid vann sinn fyrsta sigur í spænsku deildinni á þessu tímabili í kvöld þegar liðið lagði Villarreal.

Atletico komst yfir snemma leiks. Sergi Cardona átti slæma sendingu til baka og Julian Alvarez náði boltanum. Hann sendi á Pablo Barrios sem skoraði örugglega.

Nicolas Pepe var nálægt því að jafna metin undir lok fyrri hálfleiks en skaut í slá beint úr aukaspyrnu.

Snemma í seinni hálfleik skoraði Nico Gonzalez með skalla eftir fyrirgjöf frá Marcos Llorente og tryggði Atletico sigurinn.

Atletico er með fimm stig í 9. sæti eftir fjórar umferðir. Villarreal er í 4. sæti með sjö stig.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 4 4 0 0 8 2 +6 12
2 Athletic 4 3 0 1 6 4 +2 9
3 Getafe 4 3 0 1 6 4 +2 9
4 Villarreal 4 2 1 1 8 3 +5 7
5 Barcelona 3 2 1 0 7 3 +4 7
6 Espanyol 3 2 1 0 5 3 +2 7
7 Alaves 4 2 1 1 4 3 +1 7
8 Elche 4 1 3 0 6 4 +2 6
9 Atletico Madrid 4 1 2 1 5 4 +1 5
10 Betis 4 1 2 1 4 4 0 5
11 Valencia 3 1 1 1 4 2 +2 4
12 Vallecano 3 1 1 1 4 3 +1 4
13 Sevilla 4 1 1 2 7 7 0 4
14 Celta 4 0 3 1 3 5 -2 3
15 Osasuna 3 1 0 2 1 2 -1 3
16 Oviedo 4 1 0 3 1 7 -6 3
17 Real Sociedad 4 0 2 2 4 6 -2 2
18 Mallorca 3 0 1 2 2 6 -4 1
19 Levante 3 0 0 3 3 7 -4 0
20 Girona 3 0 0 3 1 10 -9 0
Athugasemdir
banner