
Njarðvíkingar unnu frábæran sigur á Grindvíkingum í lokaumferð Lengjudeild karla í dag. Njarðvíkingar enduðu í öðru sæti deildarinnar sem er besti árángur í sögu félagsins.
Lestu um leikinn: Njarðvík 3 - 0 Grindavík
„Það var virkilega vel gert hjá strákunum hvernig við komum inn í leikinn og hvernig við spiluðum leikinn" sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga eftir sigurinn í dag.
„Þetta var einhvernveginn aldrei spurning. Þetta hefði getað orðið stærra ef eitthvað var fannst mér"
„Mér fannst við gera vel, við fórum aftur í 'basic'-in okkar aftur og spiluðum þann bolta sem við höfum verið að spila eiginlega allt tímabilið og það er virkilega gaman að sjá það sérstaklega núna þegar við erum að fara í umspilið og koma svona inn í umspilið"
Njarðvíkingar mæta nágrönnum sínum úr Keflavík í umspilinu strax á miðvikudaginn.
„Ég held að við séum allir mjög spenntir að fara þangað aftur eftir hvernig þetta fór síðast og við erum kannski ekki alveg sáttir með hvernig við spiluðum þann leik, sérstaklega seinni hálfleikinn"
„Við erum þá líka komnir með allan hópinn núna tilbúnir í þennan leik. Það verður betra þannig líka. Okkur hlakkar bara ógeðslega til og úr því sem komið er þá þurfum við bara að fara þessa lengri leið og hún verður þá bara skemmtilegri fyrir vikið"
Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Þór | 22 | 14 | 3 | 5 | 51 - 31 | +20 | 45 |
2. Njarðvík | 22 | 12 | 7 | 3 | 50 - 25 | +25 | 43 |
3. Þróttur R. | 22 | 12 | 5 | 5 | 43 - 37 | +6 | 41 |
4. HK | 22 | 12 | 4 | 6 | 46 - 29 | +17 | 40 |
5. Keflavík | 22 | 11 | 4 | 7 | 53 - 39 | +14 | 37 |
6. ÍR | 22 | 10 | 7 | 5 | 38 - 27 | +11 | 37 |
7. Völsungur | 22 | 7 | 4 | 11 | 36 - 52 | -16 | 25 |
8. Fylkir | 22 | 6 | 5 | 11 | 34 - 32 | +2 | 23 |
9. Leiknir R. | 22 | 6 | 5 | 11 | 24 - 40 | -16 | 23 |
10. Grindavík | 22 | 6 | 3 | 13 | 38 - 61 | -23 | 21 |
11. Selfoss | 22 | 6 | 1 | 15 | 25 - 44 | -19 | 19 |
12. Fjölnir | 22 | 3 | 6 | 13 | 32 - 53 | -21 | 15 |