
Emelía Óskarsdóttir er mætt aftur á fótboltavöllinn eftir langa fjarveru en hún kom inn á sem varamaður þegar HB Köge vann 3-2 sigur á Farul Constanta frá Rúmeníu í Evrópukeppninni.
Emelía kom inn á af bekknum þegar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.
Emelía kom inn á af bekknum þegar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.
Þetta var hennar fyrsti fótboltaleikur í 406 daga en hún sleit krossband í ágúst í fyrra.
„Þvílík tilfinning," skrifar Emelía sjálf á Instagram og birtir nokkrar myndir en hún var greinilega mjög glöð að snúa aftur á völlinn.
Emelía er 19 ára gömul og er ein efnilegasta fótboltakona Íslands. Hún hefur spilað 37 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim 13 mörk.
Hún er dóttir Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara KR, og systir landsliðsfyrirliðans Orra Steins Óskarssonar.
Athugasemdir