Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
   fös 12. september 2025 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Howe: Það var vendipunkturinn í okkar sambandi
Mynd: EPA
Eddie Howe, stjóri Newcastle, hefur viðurkennt að samband hans við Alexander Isak varð erfitt eftir að framherjinn fór í verkefall til að þvinga í gegn félagaskiptum til Liverpool.

Isak missti af æfingaferð Newcastle til Singapúr og Suður-Kóreu og æfði einn eftir heimkomu leikmannahópsins áður en hann fékk ósk sína uppfyllta með því að tilboð Liverpool var samþykkt á Gluggadeginum þegar Newcastle fékk 130 milljónir punda fyrir Svíann.

„Alex og ég áttum alltaf í mjög góðu sambandi. Ég elskaði að vinna með honum og ég vona að hann hafi elskað að vinna með okkur."

„Báðir aðilar græddu á samstarfinu. Við hjálpuðum honum að verða sá leikmaður sem hann er í dag og hann hjálpaði okkur að ná ótrúlegum áföngum. Hann var hluti af liði sem upplifði mikla velgengni."

„Augnablikið sem hann fór í verkfall, þá breyttist samband okkar. Það var örugglega vendipunktur í okkar sambandi. Samskipti urðu erfið eftir þann tímapunkt. Ég ætla ekki að fara í meiri smáatriði en það,"
sagði Howe.
Athugasemdir
banner