Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   fös 12. september 2025 21:52
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Kvenaboltinn
Ólafur Kristjánsson
Ólafur Kristjánsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mollee Swift
Mollee Swift
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ánægður með sigurinn. Við vorum að ströggla, sérstaklega í seinni hálfleik. Þetta gamla góða að vera einum fleiri höndluðum við ekki alveg. Við vissum það með Þórs(/KA) liðið að þær eru að berjast fyrir því að komast í efri hlutann og þetta var leikur milli liða sem hafa ekki verið að ná í þau úrslit sem þau hefðu viljað fá. Út frá því er ég sáttur með úrslitin," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, eftir sigur á Þór/KA í Bestu deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 Þróttur R.

Mollee Swift, markvörður Þróttar, átti frábæran leik í kvöld.

„Mér finnst hún góður markmaður, hún er búin að vera spila vel í sumar. Hún átti eina sendingu snemma móts og var tekin fyrir fyrir að vera slakur markmaður. Mér finnst hún búin að vera einn af betri markmönnum mótsins. Góð að verja, er gríðarlega ánægður með hana og hún stóð sig gríðarlega vel í kvöld. Mollee er bæði geggjaður markmaður og frábær karakter."

Ólafur talaði um að það hafi verið stress í Þróttaraliðinu í seinni hálfleik.

„Það eru örugglega margir faktorar. Það sem ég horfi á utan frá er það að setja saman sendingar sem okkur hefur tekist mjög vel í sumar að gera og viljum vera spilandi lið. Þá veltir maður fyrir sér því getan er ekki farin einn tveir og þrír. Það er eitthvað ok á öxlunum sem kemur í veg fyrir að hlutirnir gangi upp."

„Ég ætla ekki að vera tala um Bogann og þurrt gras og annað. Það hjálpar hvorugu liðinu að spila. Ég horfi á þetta og þetta er svipað og þegar ég kom hingað fyrir mörgum árum síðan. Þetta býður ekki upp á að það sé einhver tiki-taka fótbolti en ég ætla ekki að vera kenna grasinu um."

Þróttur er aðeins tveimur stigum á eftir FH í baráttunni um Meistaradeidlarsæti.

„Núna erum við að horfa á það að ná í úrslit, fá spilið til að tikka. Það er lærdómsríkt að fá svona leiki til sjá hvað þarf að laga, gott fyrir mig og stelpurnar. Við ætlum að safna stigum og halda áfram að ná góðum árangri fyrir Þrótt. Þróttur hefur ekki alltaf verið í toppnum í Bestu deild kvenna og reyna fylgja eftir góðu gengi hjá strákunum," sagði Ólafur en karlalið Þróttar fær Þór í heimsókn á morgun í úrslitaleik um sæti í Bestu deildinni.

Þór/KA vildi fá vítaspyrnu þegar Ellie Rose Moreno féll í teignum eftir baráttu gegn Mollee Swift.

„Mollee kemur út úr markinu. Mér fannst það ekki vera vítaspyrna. Mér fannst dómaratríóið dæma þennan leik prýðilega. Mér fannst mjög mikið í byrjun leiksins vera toga aftan í sem er ekkert annað en gult. Sem betur fer var gripið í það snemma. Svo er eins og í öllum leikjum að það eru vafaatriði. Við þjálfararnir sjáum það frá sitthvoru sjónarhorninu, ég get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök í kvöld."
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 18 16 1 1 77 - 15 +62 49
2.    FH 18 12 2 4 44 - 21 +23 38
3.    Þróttur R. 18 11 3 4 34 - 22 +12 36
4.    Valur 18 8 3 7 30 - 27 +3 27
5.    Víkingur R. 18 8 1 9 40 - 39 +1 25
6.    Stjarnan 18 8 1 9 31 - 36 -5 25
7.    Þór/KA 18 7 0 11 31 - 41 -10 21
8.    Fram 18 7 0 11 24 - 43 -19 21
9.    Tindastóll 18 5 2 11 22 - 44 -22 17
10.    FHL 18 1 1 16 11 - 56 -45 4
Athugasemdir
banner
banner
banner