David Datro Fofana er genginn til liðs við Fatih Karagümrük frá Chelsea með kaupmöguleika.
Fofana var ekki inn í myndinni hjá Enzo Maresca en hann var orðaður við Preston og Charlton á gluggadeginum.
Fofana var ekki inn í myndinni hjá Enzo Maresca en hann var orðaður við Preston og Charlton á gluggadeginum.
Glugginn í Tyrklandi var ennþá opinn en Chelsea þurfti að kalla Deivid Washington til baka úr láni frá Santos til að mega senda Fofana til Fatih.
Fofana var á láni hjá Goztepe í Tyrklandi á síðustu leiktíð en hann meiddist illa á hné og spilaði aðeins níu leiki og skoraði tvö mörk í tyrknesku deildinni.
Þessi 22 ára gamli Fílbeinsstrendingur gekk til liðs við Chelsea frá Malmö fyrir 10 milljónir punda árið 2023. Hann hefur spilað fjóra leiki fyrir Lundúnaliðið en ekki náð að skora.
Hann var áður á láni hjá Union Berlin og Burnley.
Athugasemdir