
„Þú getur ímyndað þér, þetta er ánægjulegt að vinna og líka þetta er búið að vera virkilega erfitt sumar og reynt vel á, þannig að ánægjulegur endir á aðeins erfiðu sumri" sagði Arnar Grétarsson eftir útisigur gegn ÍR.
Hvernig fannst þér leikurinn spilast?
Lestu um leikinn: ÍR 1 - 2 Fylkir
„Þú getur séð það frá byrjun að þetta er leikur sem skiptir máli hjá báðum liðum, þetta var ekki mikill fótbolti, mikið um langar sendingar og barátta um fyrsta og annan bolta, ekki mikil fótboltaleg gæði, mikill svona barningur, langir boltar inn í teig og þess háttar. Ég held af þremur mörkum þá koma tvö úr föstum leikatriðum. Eins og ég segi þá gast þú séð að það lá mikið undir, á mismunandi vegu annað liðið að keppa um að komast upp og hitt að bjaga sér úr falli."
Arnar var spurður hvort að hann hefði vilja færri langa bolta.
„Við töluðum um að þú ert að fara á grasvöll eins og allir vita þá spilum við á gervigrasi, þurr völlur, vindur. Það er bara erfitt og þú vilt kannski ekki svona leik að vera gera einhver stór mistök sem kosta eitthvað, þannig það var bara uppleggið í dag að fara svolítið langt en spila þegar mómentin voru og mér fannst við alveg halda í boltann í fyrri hálfleik og oft á tíðum komum okkur upp hátt á völlinn, þá voru við svona meira að finna diagonal boltana, skiptingar á milli, gerðum það oft vel, mér fannst við oft koma okkur í fína stöðu og hefðum átt að skora fleiri mörk. Það vantaði svona síðustu sendingu og slútt, mér fannst við fá betri móment í leiknum heldur en þeir, þeir voru alltaf hættulegir í föstu leikatriðunum, innköstin og hornin, það var alltaf hættulegt, þetta var eins og ég átti von á".
Ef það er eitthvað til þess að svekkjast yfir var það hversu oft Fylkir var rangstæður.
„Mér fannst við að við vorum í ansi mörgum góðum stöðum, svo er ég ekki viss um þegar Eyþór fær boltann í seinni hálfleik, ekki viss um hvort að hann væri rangstæður, svo fannst mér vera nokkrum sinnum klaufar, spilum okkur rangstæður í alveg kjör stöðu til að fara endanlega klára leikinn af, þér líður aldrei vel að vera tvö eitt og eitt mark og þú setur allt í uppnám, svo líka það vildum náttúrulega klára þetta með sigri, það var kærkomið".
Spurt var um hvort að mörkin komu beint úr æfingasvæðinu.
„Annað markið var skalli úr horni og hitt var bara upp þar sem hann gerir mjög vel hann Pablo (Aguilera) með fyrirgjöf og hann skallar Wöhlerinn, já það má segja að það var frá æfingasvæðinu".