Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
banner
   lau 13. september 2025 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arteta léttur: Og ég var sauðdrukkinn þegar ég keypti hann
Mynd: EPA
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, sló á létta strengi á fréttamannafundi fyrir leik liðsins gegn Nottingham Forest í úrvalsdeildinni í dag.

David Raya gekk til liðs við félagið frá Brentford árið 2023. Leikurinn gegn Forest verður 100. leikur Raya fyrir Arsenal.

Hann er á sínu þriðja tímabili með liðinu en hann vann gullhanskann síðustu tvö ár. Verðlaunin eru veitt markverðinum sem heldur oftast hreinu í deildinni.

Kaupin á Raya voru umdeild meðal stuðningsmanna Arsenal á sínum tíma en hann kom inn í liðið í stað Aaron Ramsdale sem var mjög vinsæll.

Arteta var spurður út í áfangann.

„Þetta er besti árangur í sögu félagsins, þetta er ótrúlegt. Og ég var sauðdrukkinn þegar ég keypti hann. Það er gott að skilja leikinn og sérstaklega þegar nokkrir mánuðir og ár eru liðin. Það er gott að líta til baka," sagði Arteta.

„Það var ekki bara ég sem keypti hann. Við gerðum það allir og auðvitað hjálpuðust allir að. Ég tel að hann hafi gríðarleg áhrif á liðið. Til hamingju, því það sem hann hefur gert á þessum tíma er undantekning.“
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 3 3 0 0 8 4 +4 9
2 Chelsea 3 2 1 0 7 1 +6 7
3 Arsenal 3 2 0 1 6 1 +5 6
4 Tottenham 3 2 0 1 5 1 +4 6
5 Everton 3 2 0 1 5 3 +2 6
6 Sunderland 3 2 0 1 5 3 +2 6
7 Bournemouth 3 2 0 1 4 4 0 6
8 Crystal Palace 3 1 2 0 4 1 +3 5
9 Man Utd 3 1 1 1 4 4 0 4
10 Nott. Forest 3 1 1 1 4 5 -1 4
11 Brighton 3 1 1 1 3 4 -1 4
12 Leeds 3 1 1 1 1 5 -4 4
13 Man City 3 1 0 2 5 4 +1 3
14 Burnley 3 1 0 2 4 6 -2 3
15 Brentford 3 1 0 2 3 5 -2 3
16 West Ham 3 1 0 2 4 8 -4 3
17 Newcastle 3 0 2 1 2 3 -1 2
18 Fulham 3 0 2 1 2 4 -2 2
19 Aston Villa 3 0 1 2 0 4 -4 1
20 Wolves 3 0 0 3 2 8 -6 0
Athugasemdir
banner