Enzo Maresca var vonsvikinn í leikslok eftir jafntefli Chelsea gegn Brentford í kvöld.
Chelsea lenti undir í leiknum en kom til baka með mörkum frá Colle Palmer og Moises Caicedo. Það var síðan Fabio Carvalho sem tryggði Brentford stig með marki í blálokin.
Chelsea lenti undir í leiknum en kom til baka með mörkum frá Colle Palmer og Moises Caicedo. Það var síðan Fabio Carvalho sem tryggði Brentford stig með marki í blálokin.
„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Við vorum í vandræðum með að finna lausnir í fyrri hálfleik, fundum ekki svæðin því þeir vörðust mjög vel. Við vorum miklu betri í seinni hálfleik. Þetta er synd því við fengum á okkur mark á 94. mínútu og áttum að gera betur á því augnabliki," sagði Maresca.
Mark Carvalho kom eftir langt innkast sem hefur verið stórhættulegt vopn hjá Brentford frá því á síðustu leiktíð.
„Þú verður að geta komið í veg fyrir skyndisóknir og föst leikatriði. Við díluðum vel við föstu leikatriðin í leiknum en að lokum fengum við á okkur mark úr því sem er synd."
„Við vorum miklu betri. Við áttum skilið að vinna leikinn í seinini hálfleik. Við töpuðum tveimur stigum."
Athugasemdir