Það virðist henta ÍA sérstaklega vel að spila gegn Breiðabliki en Skagamenn hafa mætt ansi vel gíraðir í þá leiki í sumar.
ÍA spilaði frábærlega gegn Breiðabliki í gær og vann þar 3-0 sigur þar sem Ómar Björn Stefánsson, Gísli Laxdal Unnarsson og Steinar Þorsteinsson skoruðu mörkin.
ÍA spilaði frábærlega gegn Breiðabliki í gær og vann þar 3-0 sigur þar sem Ómar Björn Stefánsson, Gísli Laxdal Unnarsson og Steinar Þorsteinsson skoruðu mörkin.
ÍA vann líka Breiðablik fyrr í sumar á Kópavogsvelli þar sem lokatölur urðu 1-4 fyrir gestina af Akranesi.
ÍA hefur aðeins náð í 19 stig í allt sumar og eru á botninum en tæplega 32 prósent af stigum liðsins hafa komið gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks. Það er vægast sagt athyglisvert.
Breiðablik hefur ekki verið að ná í góð úrslit að undanförnu og virðast ekki ætla að vera með í titilbaráttunni í ár. Skagamenn hafa fundið nýja von eftir sigur gærdagsins.
Athugasemdir