Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
   fös 12. september 2025 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bára Kristbjörg spáir í 17. umferð Bestu kvenna
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir.
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bára spáir því að Víkingur taki sigur í Kaplakrika.
Bára spáir því að Víkingur taki sigur í Kaplakrika.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Langbesta lið landsins.
Langbesta lið landsins.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Besta deild kvenna heldur áfram að rúlla í kvöld. Núna eru aðeins tvær umferðir eftir fram að skiptingu.

Þjálfarinn og séfræðingurinn Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir spáir í leikina að þessu sinni.

Þór/KA 1 - 1 Þróttur R. (18:00 í kvöld)
Bæði þessi lið hafa verið í smá niðursveiflu uppá síðkastið eftir að hafa misst lykilmenn úr liðum sínum. Þróttur eru í 3.sæti og öruggar með að vera í efri hlutanum eftir skiptingu á meðan Þór/ka er í því 6. Og á í hættu á að enda í neðri hlutanum. Þrátt fyrir þetta að þá held ég að leikurinn endi með svekkjandi jafntefli fyrir bæði lið 1-1.

FH 1 - 2 Víkingur R. (18:00 í kvöld)
FH hefur aðeins misst dampinn í stigasöfnun upp á síðkastið ásamt því að selja lykilmennina Elísu Lönu og Örnu Eiríks á meðan Víkingur hefur gert mjög vel í stigasöfnun upp á síðkastið ásamt því að líta hrikalega sannfærandi út. FH hefur unnið alla sína heimaleiki nema einn í sumar og það gæti sett strik í reikninginn en ég held samt að Víkingar klári þennan leik 1-2.

Stjarnan 3 - 1 Fram (18:00 í kvöld)
Það er mikil spenna frá 5.sæti og niður í það 8. Þar sem aðeins 4 stig skilja þessi sæti að og 6 stig eftir í pottinum fyrir skiptingu. Bæði lið spiluðu hrikalega vel í síðustu umferð en Stjarnan vann sinn leik á meðan Fram tapaði á ótrúlegan hátt á króknum. Ég held að þessi umferð verði eins og Stjarnan vinnur Fram 3-1 á Samsung.

FHL 0 - 4 Breiðablik (14:00 á sunnudag)
FHL áttu frábæran leik á móti Þrótti í síðustu umferð og hafa verið að bæta sig eftir EM pásuna. En það mun því miður ekki duga gegn lang besta liði Íslands í dag og Breiðablik fer með 0-4 sigur af hólmi.

Valur 2 - 1 Tindastóll (14:00 á sunnudag)
Fyrri leikur þessara liða endaði með óvæntu 2-2 jafntefli á króknum fyrr í sumar. Tindastóls konur eru að berjast fyrir lífi sínu í þessari deild á meðan Valur getur fest sig í efri hlutanum með sigri. Ég held að þetta verði mikill baráttuleikur útá velli en valskonur vinna þennan leik að lokum 2-1.

Fyrri spámenn
Adda Baldurs (5 réttir)
Guðmunda Brynja (4 réttir)
Margrét Lára (4 réttir)
Magnús Haukur (4 réttir)
Vigdís Lilja (4 réttir)
Mist Rúnarsdóttir (4 réttir)
Hulda Ösp (3 réttir)
Katla Guðmunds (3 réttir)
Guðný Geirs (3 réttir)
Orri Rafn (3 réttir)
Guðrún Karitas (3 réttir)
Katla Tryggvadóttir (3 réttir)
Gylfi Tryggvason (3 réttir)
Emelía Óskarsdóttir (3 réttir)
Ásta Eir (2 réttir)

Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í Bestu deild kvenna eins og hún er akkúrat núna.
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 16 14 1 1 63 - 12 +51 43
2.    FH 16 11 2 3 39 - 19 +20 35
3.    Þróttur R. 16 9 3 4 29 - 20 +9 30
4.    Valur 16 7 3 6 24 - 24 0 24
5.    Stjarnan 16 7 1 8 26 - 31 -5 22
6.    Þór/KA 16 7 0 9 29 - 31 -2 21
7.    Víkingur R. 16 6 1 9 34 - 38 -4 19
8.    Fram 16 6 0 10 22 - 40 -18 18
9.    Tindastóll 16 5 2 9 20 - 34 -14 17
10.    FHL 16 1 1 14 10 - 47 -37 4
Athugasemdir