Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
   lau 13. september 2025 14:55
Brynjar Ingi Erluson
Hálfleikur í Lengjudeildinni: Þórsarar á leið í Bestu - Selfoss fer niður
Sigfús Fannar skoraði fimmtánda mark sitt
Sigfús Fannar skoraði fimmtánda mark sitt
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Selfoss er á leið niður
Selfoss er á leið niður
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Þórsarar eru á leið upp í Bestu deildina eins og staðan er núna í hálfleik í lokaumferð Lengjudeildarinnar. Selfoss er á leið niður í 2. deild.

Þór er 1-0 yfir gegn Þrótti í Laugardalnum. Sigfús Fannar Guðmundsson skoraði sitt fimmtánda deildarmark í sumar og gæti þetta verið markið sem kemur liðinu aftur upp.

Eins og staðan er núna er Þór með 45 stig á toppnum og mun því fara beint upp.

Njarðvík, Þróttur, HK og ÍR eru á leið í umspil á meðan Selfoss er á leið niður um deild. Staðan í leik Selfoss og Keflavíkur er 1-1.

Seinni hálfleikur er framundan og margt sem getur breyst í þessari ævintýralegu deild.

Allir leikirnir eru í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net en hægt er að smella á þær á tenglunum hér fyrir neðan.

Njarðvík 3 - 0 Grindavík
1-0 Dominik Radic ('20 )
2-0 Dominik Radic ('28 )
3-0 Oumar Diouck ('45 )
Lestu um leikinn

ÍR 1 - 3 Fylkir
0-1 Eyþór Aron Wöhler ('10 )
0-2 Orri Sveinn Segatta ('18 )
0-3 Birkir Eyþórsson ('29 , sjálfsmark)
Lestu um leikinn

Þróttur R. 0 - 1 Þór
0-1 Sigfús Fannar Gunnarsson ('25 )
Lestu um leikinn

Völsungur 0 - 2 HK
0-1 Eiður Atli Rúnarsson ('23 )
0-2 Brynjar Snær Pálsson ('42 )
Lestu um leikinn

Fjölnir 0 - 0 Leiknir R.
Lestu um leikinn

Selfoss 1 - 1 Keflavík
1-0 Jón Daði Böðvarsson ('25 , víti)
1-1 Eiður Orri Ragnarsson ('33 )
Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner