Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
   lau 13. september 2025 18:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Dramatík í sigri Juventus gegn Inter - Bræður skoruðu
Mynd: EPA
Það var stórleikur í þriðju umferð ítölsku deildarinnar í dag þegar Juventus fékk Inter í heimsókn. Juventus var með fullt hús, sex stig, fyrir leikinn en Inter með þrjú stig.

Juventus var með 2-1 forystu í hálfleik. Hakan Calhanoglu jafnaði metin og Marcus Thuram kom Inter síðan yfir þegar hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu.

Khephren Thuram, yngri bróðir Marcus, vildi ekki vera minni maður og hann jafnaði metin fyrir Juventus einnig með skalla. Hinn 19 ára gamli Vasilije Adzic tryggði Juventus sigurinn þegar hann skoraði með skoti fyrir utan teiginn í uppbótatíma.

Cagliari er með fjögur stig eftir sigur gegn Parma, sem er með eitt stig, fyrr í dag.

Cagliari 2 - 0 Parma
1-0 Yerry Mina ('33 )
2-0 Mattia Felici ('77 )

Juventus 4 - 3 Inter
1-0 Lloyd Kelly ('14 )
1-1 Hakan Calhanoglu ('30 )
2-1 Kenan Yildiz ('38 )
2-2 Hakan Calhanoglu ('65 )
2-3 Marcus Thuram ('76 )
3-3 Kephren Thuram ('83 )
4-3 Vasilije Adzic ('90 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 3 3 0 0 5 0 +5 9
2 Juventus 3 3 0 0 7 3 +4 9
3 Cremonese 2 2 0 0 5 3 +2 6
4 Roma 2 2 0 0 2 0 +2 6
5 Cagliari 3 1 1 1 3 2 +1 4
6 Udinese 2 1 1 0 3 2 +1 4
7 Inter 3 1 0 2 9 6 +3 3
8 Lazio 2 1 0 1 4 2 +2 3
9 Milan 2 1 0 1 3 2 +1 3
10 Como 2 1 0 1 2 1 +1 3
11 Bologna 2 1 0 1 1 1 0 3
12 Atalanta 2 0 2 0 2 2 0 2
13 Fiorentina 3 0 2 1 1 3 -2 2
14 Pisa 2 0 1 1 1 2 -1 1
15 Genoa 2 0 1 1 0 1 -1 1
16 Lecce 2 0 1 1 0 2 -2 1
17 Parma 3 0 1 2 1 5 -4 1
18 Verona 2 0 1 1 1 5 -4 1
19 Torino 2 0 1 1 0 5 -5 1
20 Sassuolo 2 0 0 2 2 5 -3 0
Athugasemdir