Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
   fös 12. september 2025 20:17
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Töp hjá Söndru Maríu og Söru Björk
Kvenaboltinn
Sandra María Jessen
Sandra María Jessen
Mynd: EPA
Sandra María Jessen spilaði annan leik sinn fyrir Köln í kvöld eftir að Þór/KA seldi hana til þýska liðsins í síðasta mánuði.

Köln heimsótti Freiburg en Köln var með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik en það var markalaust þegar flautað var til hálfleiks. Leikurinn var jafnari í seinni hálfleik en Freiburg skoraði eina mark leiksins á 70. mínútu. Sandra María var tekin af velli á 83. mínútu.

Köln er án stiga eftir tvær umferðir.

Sara Björk Gunnarsdóttir kom inn á sem varamaður á 69. mínútu hjá Al-Qadsiah þegar liðið tapaði 4-3 gegn Al-Hilal í fyrstu umferð sádi arabísku deildarinnar.
Athugasemdir
banner