Ian Jeffs mun hætta sem þjálfari Hauka eftir leik liðsins gegn Kára á morgun en þá fer lokaumferð 2. deildar fram. Jeffs hefur verið þjálfari Hauka í tvö tímabil og hefur árangurinn ekki verið jafngóður og vonir stóðu til.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net þá þykir Guðjón Pétur Lýðsson ansi líklegur kostur í þjálfarastöðuna hjá Haukum og hefur áhuga á starfinu. Guðjón Pétur mun á morgun spila sinn síðasta „alvöru" leik á sínum ansi flottum ferli. Hann sagði við Fótbolta.net í gær að hann myndi í neyð mögulega spila leik með bræðrum sínum á Álftanesi næsta sumar.
Gaui er uppalinn í Haukum og á Álftanesi og hóf sinn meistaraflokksferilinn með Haukum árið 2006. Hann sneri svo aftur fyrir tímabilið 2009 og var í tvö tímabil. Hann sneri svo aftur heim fyrir tímabilið 2024.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net þá þykir Guðjón Pétur Lýðsson ansi líklegur kostur í þjálfarastöðuna hjá Haukum og hefur áhuga á starfinu. Guðjón Pétur mun á morgun spila sinn síðasta „alvöru" leik á sínum ansi flottum ferli. Hann sagði við Fótbolta.net í gær að hann myndi í neyð mögulega spila leik með bræðrum sínum á Álftanesi næsta sumar.
Gaui er uppalinn í Haukum og á Álftanesi og hóf sinn meistaraflokksferilinn með Haukum árið 2006. Hann sneri svo aftur fyrir tímabilið 2009 og var í tvö tímabil. Hann sneri svo aftur heim fyrir tímabilið 2024.
Annað nafn sem Haukar gætu leitað til er Haraldur Árni Hróðmarsson sem var látinn fara frá Grindavík í lok síðasta mánaðar.
Haukar munu, sama hvernig fer á morgun, enda í 7. sæti 2. deildar.
Athugasemdir