Javi Guerra er miðjumaður sem var orðaður við Manchester United á ákveðnum tímapunkti. Hann var sagður vera með munnlegt samkomulag við United en svo varð ekkert úr því.
Núna segir hins vegar spænski fjölmiðillinn Defensa Central að Real Madrid sé með augastað á leikmanninum.
Núna segir hins vegar spænski fjölmiðillinn Defensa Central að Real Madrid sé með augastað á leikmanninum.
Madrídarstórveldið hefur verið að senda njósnara til að fylgjast með Guerra spila með Valencia.
Á þessum tíma er líklega erfitt fyrir Man Utd, sem er ekki í neinni Evrópukeppni, að keppa við Real Madrid um leikmenn.
Guerra er miðjumaður sem er góður með boltann og með mikla tæknilega getu. Hann er 22 ára gamall.
Athugasemdir