Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
banner
   lau 13. september 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Emery: Martinez er besti markvörður í heimi
Mynd: EPA
Það var mikið rætt og ritað um framtíð Emi Martinez undir lok félgaskiptaglguggans í sumar.

Það leit út fyrir að hann væri á leið til Man Utd en United ákvað að næla frekar í Senne Lammens frá Antwerp.

Martinez vildi yfirgefa Aston Villa en hann er áfram hjá félaginu. Aston Villa keypti Marco Bizot frá Brest í sumar en hann hefur þegar spilað tvo leiki í úrvalsdeildinni.

Unai Emery, stjóri Aston Villa, er mjög ánægður að Martinez sé áfram leikmaður félagsins.

„Það getur allt gerst, stundum eru leikmenn áfram, stundum eru þeir nálægt því að fara, aðrir leikmenn nálægt því að koma. Þetta er eðlilegt, ég skil þetta fullkomlega," sagði Emery.

„Það eru góðar fréttir að hann er hérna áfram. Ég er svo ánægður. Hann er besti markvörður í heimi, hans skuldbinding við Aston Villa er risastór. Hann gefur alltaf allt í þetta á æfingum og virðir Aston Villa."
Athugasemdir
banner