
Þór tryggði sér sæti í Bestu deild karla í dag eftir hreinan úrslitaleik gegn Þrótti í Laugardalnum. Þór hefur ekki leikið í deildinni síðan 2014 og var því mikill léttir fyrir þjálfarann að tryggja liðið í deild þeirra bestu á ný.
„Þetta er bara stórkostleg tilfinning og á endanum fannst mér við eiga skilið að vinna þessa deild. Í dag þurftum við að vera mjög taktískir og sterkir varnarlega. Þróttarar eru með stórskemmtilegt lið og gott lið en við ætluðum kannski ekki að hafa þetta nákvæmlega eins og þetta spilaðist. En svo bara þróaðist leikurinn," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, eftir leikinn.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 - 2 Þór
Þór lenti í 10. sæti á seinasta tímabili í Lengjudeild karla og var það vonbrigði en þeir ætluðu sér stærri hluti. Því er óhætt að segja að liðið hafi alveg snúið við blaðinu og bætingin milli ára hreint ótrúleg.
„Menn fóru að gera enn meira auka og leggja meira á sig. Þetta tekur tíma og mér fannst liðið verða meira lið, meiri samheldni. Mér fannst þetta meira einhvern veginn liðið mitt í fyrra en nú var þetta liðið þeirra. Ég setti meiri fókus í það að þeir yrðu sjálfstæðari bæði inni á vellinum og sem fótboltamenn."
Eins og fyrr segir, hefur Þór ekki verið í efstu deild í rúman áratug en nú var lagt allt í sölurnar og uppskeran eftir því. Það lá augum uppi hvað þetta skipti fólk miklu máli.
„Þetta er bara með ólíkindum. Þetta er allt öðruvísi dæmi þarna fyrir norðan hjá Þór heldur en hjá öllum öðrum liðum. Það er bara þannig.
Viðtalið í heild má nálgast í spilaranum að ofan.