Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
banner
   lau 13. september 2025 19:33
Arngrímur Alex Ísberg Birgisson
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Svekkelsi algjörlega, alltaf leiðinlegt að tapa fótboltaleikjum, tala ekki um þegar það er svona mikið undir, bara leiðinlegt" sagði Jóhann Birnir eftir tap á heimavelli gegn Fylki.

Jóhann fannst liðið sitt vera „Ball Watching" í mörkum Fylkis í dag.


Lestu um leikinn: ÍR 1 -  2 Fylkir

„Fyrstu tuttugu mínúturnar bæði lið vera mjög stressuð og lítið að gerast, svo í rauninni skora þeir tvö mörk þar sem algjört einbeitingarleysi hjá okkur varnarlega, boltinn kemur inn í box bæði eftir fyrirgjöf og eftir horn þar sem við erum bara ball watching við erum ekki að taka mennina, leikir ráðast oft á því. Svo fáum við eitt svoleiðis svipað mark kannski hinum megin".

Jóhann vissi að leikurinn myndi vera erfiður.

„Ég meina við herjum á þá og reynum að ná jöfnunarmarkinu og þeir náttúrulega líka kominn í þennan leik að berjast fyrir sæti sínu og bara öflugt lið, lið sem er vel mannað, við vissum að klárlega þetta yrði erfiður leikur og allt það, en þetta hafðist ekki í dag".

Spurt var um hvað er það sem vantaði í dag.

„Við töpuðum leiknum, þá er eitthvað sem vantaði. Það var kannski hugsanlega síðasta sendingin, smá bitnar í að koma okkur í aðeins betri færi, mér fannst við samt reyna allan tímann, bara hafðist ekki".

Spurt var um hvort að það var óheppni að hafa skorað ekki meira.

„Ég veit ekki um óheppni, við vorum að mæta hörku liði og við náðum ekki að koma boltanum inn fyrir línuna, einu sinni í viðbót þegar við þurftum".

Spurt var um dómarann.

„Mér fannst það ekki, mér fannst ekki vera neitt svakalegur þannig séð hiti, bara eðlilegt menn að takast á, hann dæmdi leikinn bara vel, ekkert út á það að setjast".

Jóhann um hvað er hægt að læra frá þessu tímabili og taka úr.

„Heilt yfir er þetta búið að vera frábært tímabil hjá okkur ef við tökum alveg heilt yfir, við erum með fleiri stig en heldur í fyrra sem var geggjað tímabil hjá okkur, fórum í úrslitakeppni og við náttúrulega rosalega mikið af hlutum sem fara í reynslubankann í sumar hjá okkur, bæði það að vera efstir í langan tíma og síðan það að lenda í svona mótbyr og til dæmis þessi leikur núna, þetta er bara eitthvað sem fer í reynslubankann hjá okkur, eina sem við getum er að reyna að nýta okkur það í framhaldinu það er eina í stöðunni hjá okkur núna".


Athugasemdir
banner