Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 06. september 2020 19:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fati yngstur í sögunni til að skora fyrir spænska landsliðið
Fati í leiknum.
Fati í leiknum.
Mynd: Getty Images
Ansu Fati, leikmaður Barcelona, varð í kvöld yngsti leikmaðurinn í sögunni til að skora mark fyrir spænska landsliðið.

Hann skoraði þriðja mark Spánar í leik gegn Úkraínu sem nú stendur yfir. Staðan er 3-0 fyrir Spánverja en hin tvö mörkin gerði varnarmaðurin Sergio Ramos.

Fati er aðeins 17 ára gamall en hann verður 18 ára í næsta mánuði.

Í síðustu viku varð hann næstyngsti leikmaðurinn í sögunni til að spila fyrir spænska A-landsliðið þegar hann kom inn á gegn Þýskalanid. Í kvöld er hann í fyrsta sinn í byrjunarliði.

Hann er leikmaður sem á svo sannarlega framtíðina fyrir sér og leikmaður sem klárlega er vert að fylgjast með.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner