Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
   sun 06. september 2020 16:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Líkt og Gummi Ben sagði á EM þá vildi maður aldrei láta vekja sig"
Stuðningsmenn Sheffield United - Grétar Óskarsson og Runólfur Trausti Þórhallsson
Runólfur og Grétar.
Runólfur og Grétar.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Billy Sharp og Oli McBurnie.
Billy Sharp og Oli McBurnie.
Mynd: Getty Images
Chris Wilder.
Chris Wilder.
Mynd: Getty Images
Sheffield United mjög mjög á óvart í fyrra.
Sheffield United mjög mjög á óvart í fyrra.
Mynd: Getty Images
Fótbolti.net hitar vel upp fyrir nýtt tímabil í ensku úrvalsdeildinni sem hefst 12. september næstkomandi. Við kynnum liðin í ensku úrvalsdeildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net.

Sheffield United er spáð 11. sæti.

Grétar Óskarsson og Runólfur Trausti Þórhallsson halda upp á Sheffield United.

Ég byrjaði að halda með Sheffield United af því að...
Runólfur: Í grunninn er maður náttúrulega Manchester United stuðningsmaður fyrst og fremst en í gegnum árin – þökk sé Football Manager – hefur maður kynnst ótrúlegustum liðum og ég er nokkuð viss um að síðasta áratug hafi ég alltaf tekið alla vega eitt „save“ með Sheffield United.

Þannig á endanum fór maður að fylgjast með liðinu ár hvert, sama hversu illa hefur gengið. Svo ætli ég hafi ekki byrjað að fylgjast með þeim vegna Football Manager.

Grétar: Á það sameiginlegt með Runólf að í grunninn held ég með Manchester United en ástæðan er einföld af hverju ég fylgist með Sheffield United síðustu ár og það er geitin, Billy Sharp.

Hvernig fannst ykkur síðasta tímabil og hvernig líst ykkur á tímabilið sem fram undan er?
Runólfur: Síðasta tímabil var náttúrulega draumi líkast. Líkt og Gummi Ben sagði á EM 2016 þá vildi maður bara aldrei láta vekja sig. Það er auðvitað mikil eftirvænting að sjá Wilder's Army mæta til leiks á nýju tímabili en að sama skapi mikið stress.

Það er ástæða fyrir því að hugtakið „second season syndrome“ er svona vinsælt og maður er skíthræddur um að Sheffield gæti lent illa í því í ár. Sérstaklega fyrst Dean Henderson er horfinn á braut.

Grétar: Síðasta tímabil var eiginlega of gott til að vera satt, gekk vægt til orða tekið framar vonum. Ég er ansi hræddur um að næsta tímabil verði aðeins meira bras, það er mikill missir í Dean Henderson, hann var stórkostlegur i rammanum á síðasta tímabili. En Aaron Ramsdale er kominn heim, vonandi nær hann að fylla í þetta skarð.

Hafið þið farið út til Englands að sjá ykkar lið spila? Því miður höfum við ekki farið í pílagrímsferð til Mekka, Stálborgarinnar sjálfrar. Það er þó alltaf á döfinni og ef ekki væri fyrir Covid-19 værum við örugglega á leiðinni í haust. Best væri auðvitað að fara á leik Sheffield og Manchester United, algjört Win-Win dæmi.

Uppáhalds leiknaðurinn í liðinu í dag? Billy Sharp. Það þarf ekkert að ræða það frekar. Hann er reyndar ekki alveg að spila nægilega mikið en hann er Sheffield United. Svo einfalt er það.

Leikmaður sem þið myndir vilja losna við? Við erum báðir sammála um að Jack Rodwell sé rotta sem á skilið að vera samherji allra þeirra toppmanna sem eru í Sheffield.

Leikmaður í liðinu sem fólk á að fylgjast sérstaklega með í vetur? Sander Berge, myndum segja að það sé eina alvöru söluvaran þarna í Sheffield.

Ef þið mættuð velja einn leikmann úr öðru liði í ensku úrvalsdeildinni myndum við velja... Chris Wood. Það væri auðvitað mjög sniðugt að segja Kevin De Bruyne, Mohamed Salah eða Paul Pogba en það er deginum ljósara að Chris Wood myndi smella eins og flís við rass hjá Sheffield.

Ánægðir með knattspyrnustjórann? Að sjálfsögðu. Chris Wilder er draumur allra stuðningsmanna. Elskar félagið og gefur allt sem hann á í það. Þá eru sögurnar af honum að taka strætó á æfingasvæðið og á barnum með stuðningsmönnum kostulegar. Þvílíkur toppmaður.

Svo virðist hann nokkuð fær þjálfari einnig og mun betri en margur heldur. Útfærslan á 3-5-2 leikkerfi liðsins með „overlapping“ miðverði er eitthvað það áhugaverðasta sem maður hefur séð hjá nýliðum í ensku úrvalsdeildinni. Þá gleymist oft að hann lagfærði leikkerfið eftir að liðið komst upp í úrvalsdeildina. Í stað þess að spila 3-4-1-2 með leikmann í holunni á bakvið framherja liðsins ákvað hann að færa „tíuna“ niður og vera frekar með einn djúpan miðjumann fyrir framan vörnina.

Einhver ein merkileg saga eða minning sem tengist ykkur og félaginu? Aðallega sú þegar Grétar sendi mér mynd af gullfallegri varatreyju Sheffield fyrir síðasta tímabil og spurði hvort við ættum ekki að stökkva á hana. Svo var eftirminnilegt þegar við horfðum á okkar menn vinna Arsenal 1-0 en það var eini leikurinn sem við horfðum á saman síðasta vetur.

Af hverju voru Sheffield United svona góðir á síðustu leiktíð? Þegar stórt er spurt. Held að liðið hafi bara verið mikið betra en marga grunaði. Þó svo að Wilder spili mjög áhugaverða knattspyrnu – overlapping miðverðir – þá er hann mjög breskur einnig. Á meðan mörg af „lakari“ liðum úrvalsdeildarinnar eru að reyna spila einhvern brasilískan bílastæðabolta gegn toppliðum deildarinnar þá eru Sheffield ekkert að flækja þetta.

Það skilaði þeim þessum frábæra árangri og mun vonandi halda áfram að gera það um ókominn tíma.

Í hvaða sæti mun Sheffield enda á tímabilinu? Erfið spurning. Ætli við tökum ekki 9. sætið fegins hendi eins og staðan er í dag.

Hér að neðan má heyra stuðningsmenn Sheffield United syngja áhugavert lag sem fjallar um ekki svo girnilegan breskan mat.



Athugasemdir