Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 06. september 2020 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Úlfur Blandon spáir í 16. umferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Úlfur Blandon, Lengjudeildarsérfræðingur.
Úlfur Blandon, Lengjudeildarsérfræðingur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gonzalo Zamorano.
Gonzalo Zamorano.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Gísli Snorrason var með einn réttan þegar hann spáði í 15. umferð Lengjudeildar karla. Einum leik úr 15. umferðinni var frestað.

Sextánda umferðin fer af stað í dag og Úlfur Blandon, þjálfari og Lengjudeildarséfræðingur, tók það að sér að spá í hana.

Leiknir F. 3 - 1 Afturelding (14 í dag)
Það er aldrei auðvelt að fara í Höllina fyrir austan. Leiknismenn kunna að ná í þrjú stig þar og gera það í þessum leik.

Þróttur R. 1 - 2 Vestri (14 í dag)
Vestramenn ætla sér að tengja tvo sigurleiki saman í annað sinn í sumar. Momentið er með Vestra núna, þeir taka þrjú stig á útivelli í þriðja sinn í sumar.

Leiknir R. 2 - 2 Fram (16 í dag)
Þetta verður hörkuleikur. Bæði lið ætla sér þrjú stig en það verður ekki raunin í þessum leik. Leikurinn endar með jafntefli eftir dauðafæri á báða bóga á síðustu mínútunum.

Víkingur Ó. 2 - 0 Magni (16 í dag)
Langþráður sigur Ólafsvíkinga kemur í þessum leik. Gonzalo setur bæði.

Grindavík 1 - 2 ÍBV (17:30 á morgun)
Athyglisverður leikur fyrir margar sakir. Bæði lið sem reiknað var með að myndu vera í toppsætunum um þessar mundir. IBV verða ofan á í þessum leik og fara heim með þrjú stig í farteskinu.

Þór 1 - 0 Keflavík (17:30 á morgun)
Þórsarar ætla sér að vera með í toppbaráttunni og mæta klárir á sínum heimavelli. Þrjústig í hús fyrir norðlendinga og þeir leggjast sáttir á koddann.

Fyrri spámenn:
Pétur Theódór Árnason (5 réttir)
Cecilía Rán Rúnarsdóttir (4 réttir)
Jón Arnar Barðdal (3 réttir)
Sveindís Jane Jónsdóttir (3 réttir)
Anna Björk Kristjánsóttir (2 réttir)
Barbára Sól Gísladóttir (2 réttir)
Hörður Ingi Gunnarsson (2 réttir)
Lucas Arnold (2 réttir)
Óskar Smári Haraldsson (2 réttir)
Brynjólfur Willumsson (1 réttur)
Hrafnkell Freyr Ágústsson (1 réttur)
Siggi Bond (1 réttur)
Nikola Dejan Djuric (0 réttir)

Úlfur var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net í gær þar sem m.a. var fjallað um Lengjudeildina:
Íslenski boltinn - Leikmannahræringar og spennandi einvígi
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner