Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 28. ágúst 2020 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Barbára Sól spáir í 14. umferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Barbára í leik með Selfossi.
Barbára í leik með Selfossi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hún hefur trú á að Þór vinni þægilegan heimasigur á Þrótti.
Hún hefur trú á að Þór vinni þægilegan heimasigur á Þrótti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lengjudeildin er óútreiknanleg og Brynjólfur Willumsson var aðeins með einn réttan þegar hann spáði í 13. umferð deildarinnar.

Barbára Sól Gísladóttir, leikmaður Selfoss, tók að sér það verkefni að spá í 14. umferðina sem hefst í kvöld.

Leiknir R. 1 - 2 Keflavík (18 í kvöld)
Keflavík hefur verið á miklu skriði undanfarið á meðan það hefur verið smá hikst á Leikni.

Afturelding 2 - 2 Fram (14 á morgun)
Framarar hafa verið að spila þokkalega undanfarið en ég held að Aftureldingarmenn nái jafntefli í þessum leik.

Víkingur Ó. 1 - 1 ÍBV (14 á morgun)
Hef trú á að Guðjón sé búinn að berja hópinn saman á meðan ÍBV hefur verið að ströggla svolítið undanfarið þannig að ég sé jafntefli í þessum leik.

Grindavík 1 - 1 Vestri (14 á morgun)
Grindvíkingar búnir að vera í basli en náðu í sigur í síðasta leik á meðan að Vestri hafa verið að mjatla inn stigunum.

Þór 3 - 0 Þróttur R. (15 á morgun)
Þórsarar koma vel stemmdir í þennan leik eftir frekar dapra tíð undanfarið.

Leiknir F. 4 - 0 Magni (16 á morgun)
Leiknir hafa verið sterkir í kofanum sínum og landa sterkum sigri.

Fyrri spámenn:
Pétur Theódór Árnason (5 réttir)
Cecilía Rán Rúnarsdóttir (4 réttir)
Jón Arnar Barðdal (3 réttir)
Sveindís Jane Jónsdóttir (3 réttir)
Anna Björk Kristjánsóttir (2 réttir)
Hörður Ingi Gunnarsson (2 réttir)
Lucas Arnold (2 réttir)
Óskar Smári Haraldsson (2 réttir)
Brynjólfur Willumsson (1 réttur)
Hrafnkell Freyr Ágústsson (1 réttur)
Nikola Dejan Djuric (0 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner