Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 19. ágúst 2020 12:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cecilía Rán spáir í 12. umferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Cecilía og markvarðarþjálfari hennar, Þorsteinn Magnússon.
Cecilía og markvarðarþjálfari hennar, Þorsteinn Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik Grindavíkur og Keflavíkur fyrr í sumar.
Úr leik Grindavíkur og Keflavíkur fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Nikola Dejan Djuric, leikmaður Hauka, gerði sér lítið fyrir og var með núll rétta þegar hann spáði í 11. umferð Lengjudeildar karla.

Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður Fylkis í Pepsi Max-deild kvenna, spáir í 12. umferðina sem verður spiluð í heild sinni í kvöld.

Fram 2 - 0 Magni (18 í kvöld)
Þetta verður sannfærandi sigur hjá Fram og þeir verða mikið sterkari aðilinn í þessum leik.

Keflavík 2 - 1 Víkingur Ó. (18 í kvöld)
Hörkuleikur, en því miður fær Víkingur Ó ekkert út úr honum eftir að hafa komist 1-0 yfir með marki frá Gonzalo. Keflavík skorar sigurmarkið á 90. mínútu og vinna dramatískan sigur.

Þór 1 - 0 Leiknir F. (18 í kvöld)
Tíðindarlítill leikur þar sem Alvaro Montejo skorar sigurmarkið á 29. mínútu og Þórsarar fá kærkomið 'cleen sheet' í bónus.

Vestri 0 - 0 Leiknir R. (18 í kvöld)
Leiknir mætir á erfiðan útivöll og nær ekki að sækja stigin þrjú. Bæði lið fara heim með eitt stig eftir leik þar sem varnarleikurinn spilar stórt hlutverk.

ÍBV 3 - 1 Afturelding (18:15 í kvöld
Erfiður leikur fyrir mitt gamla félag þar sem þeir lenda 3-0 undir með þremur mörkum frá Gary Martin, en ná þó sárabótarmarki í lokin með rosalegu marki frá Andra Frey.

Þróttur R. 1 - 1 Grindavík (19:15 í kvöld)
Þróttarar mæta fullir sjálfstrausts eftir sigur í síðasta leik en ná samt sem áður aðeins einu stigi út úr þessum leik. Hörkuleikur milli tveggja góðra liða sem vilja vera ofar í töflunni.

Fyrri spámenn:
Pétur Theódór Árnason (5 réttir)
Jón Arnar Barðdal (3 réttir)
Sveindís Jane Jónsdóttir (3 réttir)
Anna Björk Kristjánsóttir (2 réttir)
Hörður Ingi Gunnarsson (2 réttir)
Lucas Arnold (2 réttir)
Óskar Smári Haraldsson (2 réttir)
Hrafnkell Freyr Ágústsson (1 réttur)
Nikola Dejan Djuric (0 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner