Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 02. september 2020 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Siggi Bond spáir í 15. umferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Sigurður Gísli Snorrason, Siggi Bond.
Sigurður Gísli Snorrason, Siggi Bond.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórir Guðjónsson eða Messi of Iceland eins og Siggi kallar hann.
Þórir Guðjónsson eða Messi of Iceland eins og Siggi kallar hann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Barbára Sól Gísladóttir, leikmaður Selfoss, var með tvo rétta þegar hún spáði í 14. umferð Lengjudeildar karla.

Sigurður Gísli Snorrason, kallaður Siggi Bond, spáir í spilin fyrir 15. umferðina sem byrjar að rúlla í kvöld. Siggi leikur með Þrótti Vogum í 2. deild karla.

Leik Keflavíkur og Grindavíkur hefur verið frestað, en við höfum spá Sigga fyrir þann leik með í þessari frétt.

ÍBV 3 - 1 Leiknir R. (17:30 í dag)
'The kid from Darlo' og Sito sjá um þetta fyrir Eyjamenn.

Keflavík 2 - 1 Grindavík (Leik frestað)
Keflavík missti auðvitað Adam Páls svo þeir gætu lent í basli en ég held að 'the great Joey Gibbs' eins og hann er kallaður suður með sjó klári þetta fyrir Keflavík. Ási Þórhalls verður líklega trylltur í stúkunni í Keflavíkurtreyjunni.

Magni 0 - 4 Afturelding (17:30 í dag)
Maggi Már er í sóttkví en það breytir engu fyrir Enes Cogic 'army' og þeir vinna þetta Magnalið 0-4.

Vestri 2 - 0 Þór (17:30 í dag)
Þetta er líklega leikur umferðinnar, Þórsarar verða að vinna en Vestramenn eru góðir að henda leikjum upp í alvöru vitleysu og það er slæmt fyrir Halldórs Kristinn’s 'army' en þeir eru blóðheitir og fá tvö rauð fyrir 70 mínútu, og Vestri siglir þessu heim, 2-0.

Fram 3 - 0 Víkingur Ó. (19:15 í kvöld)
Mínir gömlu félagar í Fram taka Víkinga og pakka þeim saman 3-0. Þórir Guðjóns 'aka Messi of Iceland', rauðhærða undrið, sér um þetta fyrir Framara.

Þróttur R. 0 - 1 Leiknir F. (20:30 í kvöld)
Leiknir F kemur með stemmingu í bæinn. Björgvin Stefán Pétursson, sem er oft kallaður FF - Father of Fáskrúðsfjörður, kemur trylltur inn á móti Þrótturunum með Unnar Ara með sér sem er oft kallaður 'sá grófi en sanngjarni' og þeir sigla heim 0-1 iðnaðarsigri. Arnar “Chicharito” Pétursson verður svo með blys og læti í stúkunni og gæti látið henda sér út en hann gerir allt fyrir þrjú stig á Fáskrúðsfjörð sá kóngur.

Fyrri spámenn:
Pétur Theódór Árnason (5 réttir)
Cecilía Rán Rúnarsdóttir (4 réttir)
Jón Arnar Barðdal (3 réttir)
Sveindís Jane Jónsdóttir (3 réttir)
Anna Björk Kristjánsóttir (2 réttir)
Barbára Sól Gísladóttir (2 réttir)
Hörður Ingi Gunnarsson (2 réttir)
Lucas Arnold (2 réttir)
Óskar Smári Haraldsson (2 réttir)
Brynjólfur Willumsson (1 réttur)
Hrafnkell Freyr Ágústsson (1 réttur)
Nikola Dejan Djuric (0 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner