Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 06. október 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
FH Íslandsmeistari í 2. flokki karla
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
FH 4 - 1 Haukar
1-0 Arnar Sigþórsson ('15)
2-0 Arnar Sigþórsson ('22)
3-0 Arnór Gauti Úlfarsson ('45)
3-1 Gunnar Már Þórðarson ('58)
4-1 Arnar Sigþórsson ('68)

FH varð í gærkvöldi Íslandsmeistari í 2. flokki karla eftir öruggan sigur á Haukum í næstsíðustu umferð Íslandsmótsins. Arnar Sigþórsson setti þrennu í leiknum og er meðal þriggja markahæstu leikmanna deildarinnar sem lesendur ættu að kannast við.

Arnar, Stefán Ingi Sigurðarson og Lúkas Logi Heimisson eru allir komnir með 15 mörk. Stefán Ingi þykir gríðarlegt efni og er byrjaður að spila með meistaraflokki Blika rétt eins og Lúkas Logi sem er búinn að koma við sögu í sex Pepsi Max-deildarleikjum með Fjölni í sumar.

FH vann leikinn 4-1 í gærkvöldi og er með 43 stig eftir 17 umferðir, sjö stigum fyrir ofan Breiðablik sem á leik til góða. Blikar geta ekki náð FH því það eru aðeins tvær umferðir eftir af tímabilinu.

FH er stýrt af Sam Tillen, fyrrum leikmanni FH og Fram, og Davíð Ólafssyni.

FH varð í kvöld íslandsmeistari í 2 flokki karla eftir 4-1 sigur á Haukum. Liðið hefur fjögurra stiga forskot á næsta...

Posted by FHingar on Monday, 5 October 2020

Athugasemdir
banner
banner