Anthony Martial var rekinn af velli eftir tæpan hálftíma í 6-1 tapi Manchester United gegn Tottenham um helgina.
Martial svaraði fyrir sig og sló Erik Lamela í andlitið eftir að Argentínumaðurinn hafði slegið til hans.
Martial svaraði fyrir sig og sló Erik Lamela í andlitið eftir að Argentínumaðurinn hafði slegið til hans.
„Lamela hefði alveg getað fokið út af líka," sagði Hjálmar Örn Jóhannsson, Hjammi í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" í gær.
„Það sem kom mér mest á óvart að margir voru að fatta í gær að Lamela er hálfviti. Það er fínt að hafa hann í sínu liði þó að hann geti oft verið þreytandi," sagði Ingimar Helgi Finnsson.
„Munurinn er kannski sá að Lamela fer ekki í andlitið á honum. Martial lætur veiða sig í gildru og Lamela var bara hepinn."
Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild.
Athugasemdir