Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 06. desember 2019 21:32
Ívan Guðjón Baldursson
Kolbeinn fiskaði tvö víti - Jonathan Hendrickx með tvennu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Þórðarson var í byrjunarliði SK Lommel sem tók á móti OH Leuven í belgísku B-deildinni í dag. Jonathan Hendrickx, fyrrum leikmaður FH og Breiðabliks, er samherji Kolbeins og skoraði úr tveimur vítaspyrnum í leiknum. Kolbeinn fiskaði báðar vítaspyrnurnar.

Kolbeinn var ekki tekinn útaf fyrr en á 94. mínútu í skrautlegum 3-2 sigri þar sem gestirnir misstu mann af velli eftir 19 mínútur.

Lommel hefur verið að taka við sér eftir afleita byrjun á tímabilinu og er komið úr fallsæti, með 18 stig eftir 18 umferðir.

Leuven er á toppi deildarinnar með 34 stig eftir 17 leiki, en Nigel Pearson var við stjórnvölinn þar til í febrúar. Hann hrökklaðist úr starfi þegar Lommel var í næstneðsta sæti deildarinnar á síðustu leiktíð.

Lommel 3 - 2 Leuven
1-0 Jonathan Hendrickx ('21, víti)
1-1 Y. Aguemon ('35)
2-1 Jonathan Hendrickx ('44, víti)
3-1 A. Sanyang ('64)
3-2 M. Maertens ('77)
Rautt spjald: D. Tshimanga, Leuven ('19)

Í Póllandi sat Adam Örn Arnarson allan tímann á bekknum er liðsfélagar hans í Gornik Zabrze komu til baka eftir að hafa lent undir.

Botnlið Wisla frá Kraká komst tvívegis yfir í leiknum en gestirnir svöruðu fyrir sig og tóku algjöra stjórn á gangi mála í síðari hálfleik.

Á 76. mínútu jöfnuðu heimamenn og tryggðu þeir sér svo sigurinn með tveimur mörkum á lokakaflanum. Gornik er í neðri hluta deildarinnar, með 20 stig eftir 18 umferðir.

Gornik Zabrze 4 - 2 Wisla Kraká
Athugasemdir
banner
banner
banner