Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
   mið 06. desember 2023 22:36
Brynjar Ingi Erluson
Matip frá út tímabilið - Hefur líklega spilað sinn síðasta leik í treyju Liverpool
Mynd: Getty Images
Kamerúnski varnarmaðurinn Joel Matip verður ekki meira með á þessari leiktíð en hann sleit krossband í hné í 4-3 sigri Liverpool á Fulham um helgina. Þetta staðfesti Jürgen Klopp, stjóri félagsins, í kvöld.

Matip fór meiddur af velli seint í leiknum gegn Fulham og óttaðist Klopp það versta.

Hann taldi meiðslin alvarleg og hafði hann rétt fyrir sér. Matip sleit krossband og er ljóst að hann verður ekki meira með á þessu tímabili, en Klopp staðfesti meiðslin í viðtali eftir 2-0 sigurinn á Sheffield United í kvöld.

Í raun gæti hann hafa spilað sinn síðasta leik fyrir félagið því samningur hans rennur út eftir tímabilið.

Matip er 32 ára gamall miðvörður sem hefur verið á mála hjá Liverpool í sjö ár.

Á þeim tíma hefur hann spilað 201 leik og skorað 11 mörk ásamt því að vinna alla þá titla sem í boði eru.
Athugasemdir
banner
banner
banner