Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
banner
   lau 07. janúar 2023 12:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Einum leik frestað vegna veðurs
Það verður allt á fullu í enska bikarnum í allan dag en 21 leikur er á dagsskrá frá kl. 12:30 og sá síðasti hefst kl. 20.

22 leikir voru upphaflega á dagsskrá en leikur Forest Green og Birmingham hefur verið frestað vegna veðurs.

Birmingham ferðaðist í leikinn en ferðalagið er um einn og hálfur tími. Eftir mikla rigningu var ákveðið að fresta leiknum þar sem völlurinn var talinn óleikfær.

Margir áhugaverðir leikir eru framundan en nú kl. 12:30 hefst m.a. leikur Tottenham og Portsmouth en þar getur Harry Kane bætt markamet Tottenham.


Athugasemdir
banner