Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   sun 07. febrúar 2021 13:47
Victor Pálsson
England: Kane skoraði í sigri Tottenham
Tottenham 2 - 0 West Brom
1-0 Harry Kane('54)
2-0 Heung-Min Son('58)

Jose Mourinho og hans menn í Tottenham unnu skyldusigur í ensku úrvalsdeildinni nú rétt í þessu.

Tottenham spilaði við West Bromwich Albion á heimavelli og tókst að næla í þrjú stig eftir erfitt gengi undanfarið.

Harry Kane sneri aftur í lið Tottenham eftir meiðsli og skoraði fyrra mark liðsins snemma í seinni hálfleik.

Heung-Min Son sá um að skora hitt mark heimaliðsins en aðeins fjórar mínútur liðu þar á milli.

Tottenham hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir þennan sigurleik sem hjálpar liðinu í baráttu um Evrópusæti.
Athugasemdir
banner