Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
   sun 07. mars 2021 15:53
Aksentije Milisic
England: Sjötta tap Liverpool í röð á Anfield kom gegn Fulham
Liverpool 0 - 1 Fulham
0-1 Mario Lemina ('45 )

Annar leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni var viðureign Liverpool og Fulham á Anfield.

Liverpool er í baráttunni í kringum Evrópusætin en Fulham er í harðri fallbaráttu og því var þetta mjög mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Jurgen Klopp gerði alls sjö breytingar á byrjunarliði Liverpool í þessum leik.

Nýliðarnir í Fulham byrjuðu betur á Anfield í dag og voru sprækir í upphafi leiks. Ademola Lookman var allt í öllu í sóknarleik þeirra. Hann átti skot framhjá úr fínu færi snemma leiks og þá bjargaði Neco Williams frábærlega frá honum með tæklingu á elleftu stundu.

Xherdan Shaqiri var í byrjunarliði Liverpool í dag og átti hann góða aukaspyrnu af löngu færi sem fór rétt yfir mark Fulham. Annars átti Liverpool ekki mörg færi í fyrri hálfleiknum. Mohamed Salah átti líklega besta færi heimamanna en Alphonese Areola lokaði vel á hann.

Það var á 45. mínútu sem fyrsta mark leiksins kom. Fulham átti aukaspyrnu sem var skölluð í burtu en þar var Mario Lemina mættur, hirti boltann af Salah og þrumaði knettinum í fjærhornið. Snyrtilegt mark og gestirnir því 1-0 yfir þegar flautað var til leikhlés.

Liverpool mætti mjög grimmt í síðari hálfleikinn. Á 48. mínútu átti Diogo Jota hörkuskot eftir góða fyrirgjöf frá Neco Williams en Areola varði mjög vel. Liverpool hélt áfram að pressa en Fulham reyndi að beita skyndisóknum.

Á 70. mínútu átti Sadio Mane skalla í stöngina en hann kom inn sem varamaður í síðari hálfleiknum. Stuttu síðar átti Shaqiri skot rétt framhjá og áfram hélt Liverpool að banka á dyrnar.

Heimamenn reyndu allt sem þeir gátu til þess að jafna leikinn en það tókst ekki og frábær sigur Fulham því staðreynd. Þetta var sjötta tap Liverpool á Anfield í röð.

Fulham hefur nú jafnað Brighton að stigum í 17 og 18 sæti deildarinnar. Liverpool er í sjöunda sæti og afleitt gengi liðsins heldur því áfram.

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner