Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 07. apríl 2020 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Daily Mail 
Hollendingar ætla að hefja tímabilið aftur án áhorfenda
Ajax er að berjast við AZ um meistaratitilinn.
Ajax er að berjast við AZ um meistaratitilinn.
Mynd: Getty Images
Hollenska knattspyrnusambandið ætlar sér að hefja tímabilið þar í landi aftur þann 19. júní næstkomandi. Þetta var niðurstaðan frá fundi félaga og hluthafa í dag.

Eins og í öðrum deildum í Evrópu, nema í Hvíta-Rússlandi, þá er búið að gera hlé á hollenska boltanum vegna kórónuveirunnar. Vonast er til þess núna að hægt verði að byrja aftur að æfa í maí.

Sagt er að hollenski boltinn snúi aftur helgina 19-21. júní, en það verði þá allt fyrir luktum dyrum.

Þrjú af stærstu félögum Hollands - Ajax, AZ Alkmaar og PSV Eindhoven, hafa kallað eftir því að núverandi tímabili verði aflýst.

Mikil spenna er um meistaratitilinn, en eins og staðan er núna þá eru Ajax og AZ með jafnmörg stig þegar níu umferðir eru eftir í úrvalsdeild karla í Hollandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner