Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 07. apríl 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Táragas og barátta við eld hjá Son
Mynd: Getty Images
Á meðan leikmenn Tottenham æfa saman í gegnum fjarfundabúnaðinn Zoom þá er Son Heung-min, leikmaður liðsins, í allt öðruvísi æfingum í Suður-Kóreu.

Son er að taka út fjögurra vikna herskyldu í Suður-Kóreu þessa dagana.

Allir karlmenn í Suður-Kóreu eru með tveggja ára herskyldu en þar sem Son var í liðinu sem vann Asíuleikana árið 2018 fær hann að sleppa með fjórar vikur.

Hinn 27 ára gamli Son þarf að takast á við hinar ýmsu heræfingar næstu vikurnar.

Táragasi er sprautað á menn á æfingum, menn þurfa að berjast við eld og fara í 30 kílómetra göngu með fullt af farangri á bakinu. Son á því krefjandi vikur framundan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner