Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
   fös 07. maí 2021 05:55
Victor Pálsson
Ítalía um helgina - Zlatan gegn Ronaldo
Það eru væntanlega margir sem munu stilla inn klukkan 18:45 á sunnudag þegar það hefst stórleikur í ítalska boltanum.

Juventus fær þá AC Milan í heimsókn í Meistaradeildarslag þar sem þrjú stig myndu gera mikið fyrir bæði lið.

Juventus er í þriðja sætinu með 69 stig líkt og Milan sem er sæti neðar. Það eru aðeins tvö stig í Napoli sem er í Evrópudeildarsæti.

Napoli spilar við Spezia á laugardaginn en sá leikur hefst 13:00. Sama dag mætir Inter Milan liði Sampdoria en Inter er búið að tryggja sér titilinn.

Andri Fannar Baldursson og hans menn í Bologna heimsækja Udinese á laugardag. Bæði lið eru nokkuð örugg um miðja deild, átta stigum frá fallsæti.

Ítalía: Sería A
13:00 Udinese - Bologna
13:00 Spezia - Napoli
16:00 Inter - Sampdoria
18:45 Fiorentina - Lazio

Ítalía: Sería A
10:30 Genoa - Sassuolo
13:00 Parma - Atalanta
13:00 Benevento - Cagliari
13:00 Verona - Torino
16:00 Roma - Crotone
18:45 Juventus - Milan
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Milan 7 5 1 1 11 4 +7 16
2 Inter 7 5 0 2 18 8 +10 15
3 Napoli 7 5 0 2 12 7 +5 15
4 Roma 7 5 0 2 7 3 +4 15
5 Bologna 7 4 1 2 11 5 +6 13
6 Como 7 3 3 1 9 5 +4 12
7 Juventus 7 3 3 1 9 7 +2 12
8 Atalanta 7 2 5 0 11 5 +6 11
9 Sassuolo 7 3 1 3 8 8 0 10
10 Cremonese 7 2 4 1 8 9 -1 10
11 Udinese 7 2 3 2 7 10 -3 9
12 Lazio 7 2 2 3 10 7 +3 8
13 Cagliari 7 2 2 3 6 8 -2 8
14 Torino 7 2 2 3 6 13 -7 8
15 Parma 7 1 3 3 3 7 -4 6
16 Lecce 7 1 3 3 5 10 -5 6
17 Verona 7 0 4 3 2 9 -7 4
18 Fiorentina 7 0 3 4 5 10 -5 3
19 Genoa 7 0 3 4 3 9 -6 3
20 Pisa 7 0 3 4 3 10 -7 3
Athugasemdir
banner
banner