Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 07. maí 2021 13:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valur kaupir Guðmund Andra (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Andri Tryggvason er genginn í raðir Vals frá norska félaginu Start.

Valur kaupir Andra og er kaupverðið talið vera á bilinu 10-11 milljónir íslenskra króna.

Andri glímdi við meiðsli á síðasta ári en árið 2019 var hann í stóru hlutverki þegar Víkingur Reykjavík varð bikarmeistari.

Andri er uppalinn KR-ingur en var seldur til Start árið 2017. Hann kom til Víkings á láni og skoraði sjö mörk sumarið 2019.

Andri er kominn með leikheimild og gæti verið með Val gegn FH á sunnudag.

Andri er kominn til landsins og gæti tekið þátt í æfingu Vals seinna í dag. Hann er 21 árs gamall vængmaður.
Athugasemdir
banner
banner
banner