Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   mið 07. júní 2023 08:30
Elvar Geir Magnússon
Líkleg byrjunarlið Fiorentina og West Ham: Castrovilli ekki með
Declan Rice.
Declan Rice.
Mynd: Getty Images
Í kvöld klukkan 19 mætast Fiorentina og West Ham í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar en leikurinn fer fram í Prag. Hamrarnir vonast til að vinna sinn fyrsta titil síðan liðið vann FA-bikarinn 1980.

Vincenzo Italiano, stjóri Fiorentina, er óhræddur við að gera breytingar milli leikja svo það er ekki auðvelt verk að giska á byrjunarlið liðsins.

Það er ljóst að miðjumaðurinn Gaetano Castrovilli nær sér ekki af hnémeiðslum í tæka tíð. Rolando Mandragora mun því vera við hlið Sofyan Amrabat á miðsvæðinu.

Hjá West Ham er Gianluca Scamacca fjarverandi. Fyrirliðinn Declan Rice mun væntanlega færa sig um set í sumar og vill kveðja West Ham með sigri.

Líklegt byrjunarlið Fiorentina: Terracciano; Dodo, Milenkovic, Martinez-Quarta, Biraghi; Amrabat, Mandragora; Gonzalez, Bonaventura, Ikone; Cabral

Líklegt byrjunarlið West Ham United: Areola; Coufal, Zouma, Aguerd, Cresswell; Rice, Soucek; Bowen, Paqueta, Benrahma; Antonio
Athugasemdir
banner
banner