Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   fös 07. júní 2024 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Grindavík ræddi við Óla Stefán - „Kom fljótlega í ljós að þetta myndi ekki ganga upp"
Lengjudeildin
Óli Stefán á leik í Grindavík.
Óli Stefán á leik í Grindavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óli þjálfaði KA áður en hann tók við Sindra.
Óli þjálfaði KA áður en hann tók við Sindra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Annars líst mér mjög vel á nýráðna, unga og ferska þjálfara sem tóku við þessu'
'Annars líst mér mjög vel á nýráðna, unga og ferska þjálfara sem tóku við þessu'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haraldur Árni Hróðmarsson var mjög óvænt ráðinn þjálfari Grindavíkur í vikunni en þar á undan hafði Óli Stefán Flóventsson verið orðaður við starfið. Grindavík ákvað að reka Brynjar Björn Gunnarsson fyrir viku síðan og fjórum dögum síðar var búið að finna hans arftaka. Óli Stefán hætti sem þjálfari Sindra eftir síðasta tímabil.

Hér beint fyrir neðan má nálgast viðtal við Halla Hróðmars. Marko Valdimar Jankovic verður Halla til aðstoðar.

Fótbolti.net ræddi við Óla Stefán í dag og var hann spurður út í hans samskipti við Grindavík.

„Ég er í fríi frá þjálfun núna, ákvað eftir erfitt síðasta tímabil að taka smá frí og finn að það er alveg nauðsynlegt að gera það af og til í þessu starfi. Svo bara skoða ég framhaldið þegar eitthvað kemur upp."

„Frá því að ég hætti í fyrra þá einhverra hluta vegna hafa komið upp einhver atvinnutilboð sem ég hef gefið frá mér út frá þeim forsendum sem ég er í hérna á Höfn."


Grindavík hafði samband við Óla á dögunum. Hann gat hins vegar ekki tekið við liðinu. „Ég tók samtalið við þá, þekki þá sem eru í stjörninni og í kringum hana mjög vel. Það kom fljótlega í ljós að þetta myndi ekki ganga upp, aðallega út frá mínum forsendum. Þetta kom fljótt upp og ég var búinn að lofa mér í annað næstu vikurnar. Ég vildi ekki taka þetta að mér nema geta gert þetta 100%, sem ég gat ekki gert núna. Það hefði ekki verið sanngjarnt gagnvart liðinu og fólkinu í kringum Grindavík, og heldur ekki gagnvart fjölskyldunni. Ég er líka í nýrri vinnu og það hefði verið erfitt að hoppa í burtu einn, tveir og þrír."

„Mér fannst afskaplega erfitt að geta ekki komið og hjálpað við þessar aðstæður sem fólkið er í núna. En þetta var samt sem áður eina vitið."

„Annars líst mér mjög vel á nýráðna, unga og ferska þjálfara sem tóku við þessu og vona bara að þeir nái upp jákvæðri og góðri stemningu ásamt góðum úrslitum að sjálfsögðu."


Orðinn hungraður í að þjálfa aftur
Ertu með það í huganum hvenær þú vilt snúa aftur í boltann?

„Ég finn að ég er orðinn hungraður, komin upp þessi spenna og drifkraftur aftur. Þetta fer bara eftir því hvenær tíminn er réttur, þarf bara að skoða það þegar eitthvað kemur upp. Ég finn að ég er orðinn ferskari og stefni að því að vinna við þjálfun aftur," sagði Óli Stefán að lokum.

Næsti leikur Grindavíkur, fyrsti leikur Halla sem þjálfara liðsins, verður gegn Leikni eftir rúma viku.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Njarðvík 8 6 1 1 19 - 8 +11 19
2.    Fjölnir 8 5 2 1 15 - 10 +5 17
3.    ÍBV 8 3 4 1 16 - 10 +6 13
4.    Afturelding 8 3 2 3 11 - 16 -5 11
5.    Keflavík 8 2 4 2 13 - 7 +6 10
6.    Grindavík 7 2 4 1 14 - 12 +2 10
7.    Grótta 8 2 4 2 13 - 15 -2 10
8.    ÍR 8 2 3 3 9 - 15 -6 9
9.    Dalvík/Reynir 8 1 4 3 10 - 14 -4 7
10.    Þróttur R. 8 1 3 4 12 - 13 -1 6
11.    Þór 7 1 3 3 9 - 13 -4 6
12.    Leiknir R. 8 2 0 6 9 - 17 -8 6
Athugasemdir
banner
banner
banner