Onana til Villa - Klopp hefur ekki áhuga á enska landsliðsþjálfarastarfinu - Atletico vill Alvarez
   fös 07. júní 2024 12:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birti mynd af nýslegnum Grindavíkurvelli - Sótt um leyfi fyrir einn leik
Lengjudeildin
Mynd af vellinum í Grindavík frá 2018.
Mynd af vellinum í Grindavík frá 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: JJK
Jón Júlíus Karlsson, fyrrum framkvæmdastjóri Grindavíkur, birti á X mynd af nýslegnum Stakkavíkurvelli.

Grindavík spilar heimaleiki sína í sumar í Safamýrinni vegna náttúruhamfaranna sem hafa staðið yfir síðasta hálfa árið. En formaður knattspyrnudeildar, Haukur Guðberg Einarsson, staðfesti við Fótbolta.net að hann hefði sótt um leyfi að einn leikur yrði spilaður í Grindavík í sumar.

Hann sagði að ef það leyfi fengist þá yrði það síðsumarsleikur, líklega gegn Þór í ágúst.

Hann var spurður hvort það kæmi til greina, ef það leyfi fæst, að klára tímabilið á Stakkavíkurvelli í Grindavík.

„Það fer eftir því hvað þarf að gera í kringum leikinn. Það þarf að vera rýmingaráætlun, þurfum við að hafa rútur til taks? Það er mörgum spurningum ósvarað. Ábyrgð mín sem formaður var að koma liðinu í var og svo aftur heim. Planið er að spila heimaleikina okkar í Grindavík á næsta tímabili," sagði formaðurinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner