Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
Jón Þór ánægður með sína menn: Gríðarlegur styrkur hjá liðinu
Árni Marínó ósáttur með fyrri hálfleikinn: Eins og við værum ekki með í leiknum
Dóri ósáttur með leikmenn liðsins - „Skil ekki hvernig þetta er hægt“
Rúnar Páll: Þeir fá nánast ekkert færi á móti okkur
Kjartan Henry: Skiptir okkur miklu máli að fá fólkið með okkur
Sindri Kristinn: Ánægjulegt að geta loksins hjálpað liðinu
Daníel Hafsteins: Loksins dettur eitthvað með okkur
Haddi: Ekki auðvelt að vera neðstur og fá svona högg aftur og aftur
Rúnar Kristins: Virtumst vera með þetta í hendi
Axel Óskar um Gregg Ryder: Ég sé rosalega á eftir honum
Arnar Gunnlaugs: Fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt
Pálmi Rafn: Ég væri klárlega til í að taka við liðinu
Viktor Helgi: Vonandi aðeins fleiri sokkar sem fólk þarf að borða
Jökull: Erum töluvert sterkari úti á vellinum en það er fleira sem telur
Ómar: Þvælan er að hleypa þeim inn í þetta - Varð bara sætara fyrir vikið
Sigga fannst sínir menn litlir: Þurfa að svara fyrir það á miðvikudag
Skælbrosti eftir sætan sigur á Akureyri - „Það var bara geðveikt"
Vildi ekki taka allt kreditið eftir sigur Leiknis: Erum allir hetjur
Pétur um viðbrögðin eftir pistilinn: Það var góður panell á Víkingsvellinum
Tekur undir með Pétri - „Það geta allir tekið til sín“
   fim 06. júní 2024 13:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Halli Hróðmars: Þarna sá ég virkilega spennandi starf opnast
Lært af mörgum frábærum þjálfurum en verður núna aðalþjálfari
Haraldur Árni Hróðmarsson.
Haraldur Árni Hróðmarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Var nýverið ráðinn þjálfari Grindavíkur.
Var nýverið ráðinn þjálfari Grindavíkur.
Mynd: Grindavík
Var aðstoðarþjálfari ÍA síðasta sumar.
Var aðstoðarþjálfari ÍA síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindvíkingar fagna marki.
Grindvíkingar fagna marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það er alveg magnað hvað fólk sem á um sárt að binda í Grindavík er tilbúið að leggja á sig fyrir íþróttirnar í bænum og fyrir hvert annað. Það er mikill heiður að koma inn í það'
'Það er alveg magnað hvað fólk sem á um sárt að binda í Grindavík er tilbúið að leggja á sig fyrir íþróttirnar í bænum og fyrir hvert annað. Það er mikill heiður að koma inn í það'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Aðdragandinn var stuttur. Ég fæ fregnir af því að Brynjar Björn sé farinn. Ég hugsa málið en gaf mér ekki marga klukkutíma í það. Ég lét þá vita af mér, að ég hefði áhuga á að taka við starfinu og það kom mér skemmtilega á óvart að þeir væru klárir líka," segir Haraldur Árni Hróðmarsson, nýráðinn þjálfari Grindavíkur, í samtali við Fótbolta.net.

Haraldur Árni er efnilegur þjálfari sem skrifaði undir samning við Grindavík út tímabilið. Halli tekur við af Brynjari Birni Gunnarssyni sem var látinn fara eftir leikinn gegn Keflavík síðasta föstudag.

„Við hittumst á mánudag og tókum góðan fund. Ég held að báðir aðilar hafi fundið að þetta gæti verið gott 'match'. Eftir það gekk þetta tiltölulega hratt og örugglega fyrir sig," segir Halli.

„Ég varð mjög spenntur strax. Frá því ég var krakki hefur Grindavík verið fastur liður í efstu deild. Það er mikill metnaður þarna og liðið er gott. Ég hef metnað til að vera aðalþjálfari og þarna sá ég virkilega spennandi starf opnast. Ég ákvað að reyna við það og sem betur fer voru Grindvíkingar klárir í það líka."

Það má segja að það hafi verið ákveðinn hiti í kringum það þegar Brynjar Björn var rekinn frá félaginu. Hann fór í viðtal við 433.is þar sem hann sagði að aðdragandinn að brottrekstrinum hafi tengst máli varðandi ungan leikmann sem er sonur háttsetts manns innan félagsins. Truflaði það nýráðinn þjálfara liðsins eitthvað?

„Nei. Það er bara á milli félagsins og Brynjars. Auðvitað sá ég fréttirnar eins og aðrir, en ég setti það ekki fyrir mig. Að sjálfsögðu var farið yfir alla hluti og öllum steinum velt áður en þeir buðu mér starfið," sagði Haraldur.

Fyrsta starfið sem aðalþjálfari í meistaraflokki
Haraldur Árni var aðstoðarþjálfari hjá ÍA á síðustu leiktíð en hann ásamt Jóni Þór Haukssyni stýrði ÍA til sigurs í Lengjudeildinni. Þar áður var hann aðstoðarmaður hjá Val þegar Heimir Guðjónsson stýrði félaginu ásamt því að vera yfirþjálfari yngri flokka.

„Ég var á Akranesi í fyrra og var aðstoðarþjálfari Jóns Þórs. Ég var yfirþjálfari yngri flokka líka og tók skemmtilegt tímabil þar. Áður var ég í fimm ár hjá Val og var í teyminu hjá Heimi Guðjóns og seinna hjá Óla Jó. Ég var þar líka yfirþjálfari yngri flokka og í afreksþjálfun fyrir karla- og kvennaliðið. Ég er Þróttari í grunninn og byrjaði minn þjálfaraferil þar. Ég þjálfaði alla aldursflokka þar. Ég hef verið að skríða upp stigann hægt og rólega. Ég er núna kominn á ansi skemmtilegan stað," sagði Haraldur.

„Ég var ekki sérstakur fótboltamaður sjálfur en var með ótrúlega góða þjálfara í gegnum tíðina. Það var frábært að vinna með Jóni Þór í fyrra og að vera með Heimi Guðjóns og Óla, þessum miklu sigurvegurum og snillingum, var dýrmætt. Helgi Sigurðsson var líka með mér í Val og hjálpaði mér helling. Túfa líka. Ég hef verið mjög heppinn og maður hefur reynt að pikka eitthvað upp frá þessum körlum. Svo er bara spurning hvort það geti skilað sér eitthvað fyrir Grindavík."

Hver er þín mesta fyrirmynd í þjálfun?

„Það eru tískur, stefnur og straumar í fótbolta eins og í öðru. Ég er Liverpool maður og það væri galið að nefna ekki Klopp. En Ancelotti, Guardiola, Amorim og Xabi Alonso... svo á næsta ári verður einhver annar. Maður reynir að fylgjast vel með því sem er í gangi í fótboltanum. Svo er Mourinho alltaf bara kóngurinn," sagði Haraldur og hló.

Það er mikill heiður að koma inn í það
Grindavík er með fjögur stig eftir fimm leiki. Liðið er í næstneðsta sæti Lengjudeildarinnar og er næsti leikur liðsins gegn Leikni þann 15. júní næstkomandi. Haraldur kveðst spenntur að takast á við þetta verkefni.

„Mér líst mjög vel á hópinn. Þetta er sterkur hópur og það er búið að leggja mikið í hann. Félagið lendir í þessum hræðilegu náttúruhamförum í vetur og á þeim tíma er allt bara stopp. Það var mjög erfitt að fá íslenska leikmenn til liðsins og það var farið í útlendingapakka. Það skiptir mig í sjálfu sér engu máli hvaðan þeir koma. Mér líst mjög vel á þessa drengi. Það eru líka spennandi ungir strákar á leiðinni upp," sagði Haraldur.

Eins og allir vita þá hefur gengið mikið á í Grindavík frá því síðasta tímabili lauk. Þessar ömurlegu jarðhræringar hafa sett líf Grindvíkinga á hliðina og íþróttastarf í bænum hefur flækst verulega.

„Við sáum það í körfunni að landinn fylkti sér á bak við við Grindavíkurliðið þar. En það er alveg magnað hvað fólk sem á um sárt að binda í Grindavík er tilbúið að leggja á sig fyrir íþróttirnar í bænum og fyrir hvert annað. Það er mikill heiður að koma inn í það dæmi, en ég ætla ekki að láta eins og árangur fótboltaliðsins eða minn persónuleiki muni bæta líf fólks í Grindavík. Langt því frá. Vonandi getur samfélagið allt og þjóðfélagið þjappað sér saman og bjargað þessum bæ," sagði þjálfarinn.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en þar er Haraldur meðal annars spurður út í Lengjudeildina og hvort að hann sé að horfa í það að koma liðinu upp í topp fimm.
Athugasemdir
banner
banner