Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 07. ágúst 2020 14:34
Magnús Már Einarsson
Viktor Jóns vonast til að vera klár eftir fjórar vikur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Jónsson, framherji ÍA, vonast til að vera klár í slaginn á nýjan leik eftir fjórar vikur.

Viktor meiddist þegar hann skoraði þriðja mark ÍA í 5-3 tapi gegn Breiðabliki fyrir tæpum tveimur vikum síðan.

Eftir rannsóknir er nú ljóst að tvö liðbönd eru slitin í utanverðum ökklanum en Viktor þarf ekki að fara í aðgerð vegna meiðslanna.

„Það er gert ráð fyrir 4-6 vikum eftir áverka þannig ég verð vonandi kominn af stað eftir 4 vikur," sagði Viktor við Fótbolta.net í dag.

Óvíst er hvenær næsti leikur ÍA fer fram en hlé hefur verið gert á Íslandsmótinu til 13. ágúst að minnsta kosti.

Viktor er á sínu öðru tímabili með ÍA en hann hefur skorað fimm mörk í níu leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar.
Athugasemdir
banner
banner