Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 07. september 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tómas kom Einari til varnar eftir hálfleiksflautið umdeilda
Lengjudeildin
Þróttur skoraði mark sem var dæmt af gegn Leikni Fáskrúðsfirði.
Þróttur skoraði mark sem var dæmt af gegn Leikni Fáskrúðsfirði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttarar gerðu markalaust jafntefli við Leikni Fáskrúðsfjörð á heimavelli í Lengjudeildinni í síðustu viku.

Einar Ingi Jóhannsson dæmdi leikinn en í blálok fyrri hálfleiks var Bergsteinn Magnússon, markvörður Leiknis, í miklu basli og Þróttarar komu boltanum yfir línuna.

Einar Ingi hafði flautað til hálfleiks sekúndubroti áður.

Rætt var um þetta furðulega atvik í útvarpsþættinum Fótbolta.net síðasta laugardag.

„Ég trúi ekki að ég sé að fara að koma Einari Inga til varnar. Ég horfði nokkrum sinnum á þetta, í fyrstu 50 skiptin hló ég. Hann sér markvörðinn taka boltann, hann grípur hann til að byrja með. Snýr hann sér ekki þá bara einhvern hálfhring og er að draga inn andann? Því hitt gerist á næstu sekúndubrotum. Ég fór að pæla hvort hann hefði verið bara: 'Ef hann grípur þetta, þá er leikurinn búinn'. Svo sér hann boltann í höndunum á markverðinum, lítur kannski aðeins frá og flautar," sagði Tómas Þór Þórðarson.

„Það eru mistök, hann verður að bíða aðeins," sagði Elvar Geir Magnússon.

„Ég talaði við góðan Þróttara um þetta atvik. Hann var brjálaður yfir atvikinu en sagði að liðið hefði ekki getað neitt og þyrfti að gera mun betur," sagði Elvar.

Þróttur komst á sigurbraut í gær með sigri gegn Vestra.

Íslenski boltinn - Leikmannahræringar og spennandi einvígi
Athugasemdir
banner
banner