Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   mið 07. september 2022 22:50
Aksentije Milisic
Siggi Höskulds: Ég er hrikalega stoltur af liðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Leiknir fékk skell í kvöld í Bestu deild karla en liðið heimsótti Víking í Fossvoginn.

Skemmst er frá því að segja að heimamenn skoruðu níu mörk gegn engu marki gestanna og því alvöru kjaftshögg sem Sigurður Höskuldsson og lærisveinar hans í Leikni fengu í kvöld.

Lestu um leikinn Víkingur R 9-0 Leiknir R


Lestu um leikinn: Víkingur R. 9 -  0 Leiknir R.

„Það hafa stærri lið en Leiknir Reykjavík fengið svona útreið og þegar á botninn er hvolft þá er ég bara stoltur af liðinu. Mér fannst við koma mjög vel stemmdir inn í fyrri hálfleik, þeir náttúrulega skora bara úr hverju einasta skoti sem þeir eiga á markið í fyrri hálfleik, á meðan við fáum 5-6 mjög góða sénsa,” sagði Siggi í viðtali eftir leikinn.

„Við héldum áfram að spila og við gáfumst ekkert upp og að mörgu leiti er ég bara hrikalega stoltur af liðinu þrátt fyrir allt saman.”

Sigga fannst sitt lið ekki brotna eftir fyrsta mark Víkings í leiknum.

„Mér fannst það bara alls ekki. Mér fannst við bara halda áfram að spila og gerðum margt vel, þetta er eitt besta pressulið Íslands og þeir pressuðu okkur vel en við héldum áfram að spila og við vildu aðeins fara „overboard” í að spila, við höfum ekki verið góðir í því upp á síðkastið.”

Leiknir mætir Val á sunnudaginn kemur í næst síðustu umferð deildarinnar. Það má búast við því að þeir mæti dýrvitlausir í þann slag.

„Við erum einu stigi á eftir Skaganum og tveimur á eftir FH-ingum og þetta er bara smá högg, við stöndum upp og áfram gakk því að það er rosalegt gott „vibe” í hópnum og við erum mjög laskaðir í dag, margir frá en við ættum að endurheimta einhverja og við munum taka vel á móti Völsurunum á sunnudaginn."

Nánar er rætt við Sigurð í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner