Slot opinn fyrir sölu á markvörðum - Isak efstur á lista Arsenal - Meint risatilboð í Yamal - Guler og Charles til Arsenal? - Thuram og Marmoush til...
   lau 07. september 2024 22:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nokkrir tæpir í íslenska hópnum - „Gætum þurft að gera margar breytingar"
Icelandair
Hákon Arnar, sem meiddist í vikunni, fagnaði með strákunum eftir leikinn í gær.
Hákon Arnar, sem meiddist í vikunni, fagnaði með strákunum eftir leikinn í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi lagði upp seinna mark Íslands með hornspyrnu.
Gylfi lagði upp seinna mark Íslands með hornspyrnu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi á landsliðsæfingu í vikunni.
Arnór Ingvi á landsliðsæfingu í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir er að koma til baka eftir meiðsli.
Valgeir er að koma til baka eftir meiðsli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vakti athygli í gær að þeir Arnór Ingvi Traustason og Guðlaugur Victor Pálsson voru ekki í byrjunarliðinu þegar Ísland mætti Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni. Þeir hafa verið í stóru hlutverki í liðinu síðustu misseri.

Hvorugur þeirra kom við sögu í leiknum en þeir eru að koma til baka eftir meiðsli. Arnór var ekki í leikmannahópi Norrköping í lokaleiknum fyrir landsleikina og Guðlaugur Victor kom inn á bekkinn hjá Plymouth eftir að hafa verið meiddur.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Svartfjallaland

„Þess vegna sátu þeir á bekknum, af því að þeir eru báðir að koma til baka úr meiðslum. Victor er að verða betri og betri og Traustason líka. Vonandi, á mánudag, verða þeir klárir í að spila ef við notum þá. Við erum ekki búnir að ákveða það," sagði landsliðsþjálfarinn Age Hareide á fréttamannafundi eftir leikinn í gær.

„Það er eins með Valgeir. Ég er ánægður að við erum með leikmenn sem eru í góðu standi og geta spilað. Kolbeinn spilaði mjög vel á móti Englandi, en hann hefur ekki spilað mikið með nýja liðinu sínu. Það hefur verið hausverkur fyrir mig, að þessir leikmenn hafa ekki spilað mikið og verið að glíma við meiðsli þegar komið er inn í verkefnið. Sverrir meiddist svo rétt fyrir verkefnið og Hákon eftir að við komum saman."

Mun gera breytingar fyrir seinni leikinn - Gylfi var veikur
Gylfi Þór Sigurðsson fór af velli nokkuð snemma í seinni hálfleik í gær þar sem hann vaknaði með magakveisu á leikdegi. Gylfi sagði í viðtali, sem nálgast má hér neðst, að hann vonaðist til að spila gegn Tyrkjum á mánudag.

Þetta hafði Hareide að segja um Gylfa og mögulegar breytingar fyrir leikinn gegn Tyrklandi:

„Við þurfum á því að halda að það séu fleiri leikmenn sem geta komið inn og átt góða frammistöðu. Við þurfum að nota hópinn, einungis þrír dagar á milli leikja. Við gætum þurft að gera margar breytingar milli leikja, ekki af því að þessir sem spiluðu stóðu ekki, þeir vita að þeir stóðu sig vel, heldur viljum við fá ferskar lappir."

„Ég veit ekki hvort Gylfi geti spilað í Tyrklandi. Hann fékk magakveisu, vorum ekki vissir hvort hann kæmi út í seinni hálfleikinn, en honum leið aðeins betur og við ákváðum að spila honum áfram. Hann er svo góður á boltann, það er gott að sjá hann spila fyrir Ísland og það er gott að hafa hann aftur í hópnum."


Munu láta vita ef þeir geta ekki byrjað
Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn í gær. Hareide var spurður sérstaklega út í möguleikann á því að Gylfi og Jóhann myndu byrja á mánudag.

„Við þurfum að sjá hvernig fæturnir á þeim, Jóa og Gylfa, eru eftir þennan leik. Við vitum að þeir eru reyndir og þeir eru skýrir í kollinum. Þeir munu segja mér ef þeim líður eins og þeir geti ekki byrjað seinni leikinn."

Hareide nefndi Valgeir Lunddal Friðriksson sem glímt hefur við meiðsli að undanförnu og er að koma til baka.

Kolbeinn Birgir Finnsson samdi við Utrecht í Hollandi í sumar og hefur ekki spilað mikið eftir komu sína þangað í ágúst. Logi Tómasson byrjaði í vinstri bakverðinum á kostnað Kolbeins.

Eins og Hareide sagði þá meiddist Sverrir Ingi Ingason í lokaleik fyrir landsleikina og Hákon Arnar Haraldsson meiddist á æfingu í vikunni.

Leikurinn gegn Tyrklandi fer fram í Tyrklandi á mánudagskvöld. Ísland er á toppi riðilsins eftir sigurinn í gær. Á sama tíma gerði Tyrkland markalaust jafntefli gegn Wales.
Gylfi vaknaði með vírus - „Þyrfti að vera töluvert meira veikur til að hætta við leikinn"
Útvarpsþátturinn - Gamla og nýja bandið búa til smelli
Landslið karla - Þjóðadeild
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Wales 6 3 3 0 9 - 4 +5 12
2.    Tyrkland 6 3 2 1 9 - 6 +3 11
3.    Ísland 6 2 1 3 10 - 13 -3 7
4.    Svartfjallaland 6 1 0 5 4 - 9 -5 3
Athugasemdir
banner
banner
banner