PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   fös 06. september 2024 17:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Laugardalsvelli
Byrjunarlið Íslands - Fjöldi lykilmanna frá
Icelandair
Gylfi, markahæsti leikmaður landsliðsins, snýr aftur í liðið eftir um ellefu mánaða fjarveru.
Gylfi, markahæsti leikmaður landsliðsins, snýr aftur í liðið eftir um ellefu mánaða fjarveru.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi Tómasson byrjar sinn fyrsta keppnisleik, hans fjórði landsleikur í heildina.
Logi Tómasson byrjar sinn fyrsta keppnisleik, hans fjórði landsleikur í heildina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 18:45 hefst leikur Íslands og Svartfjallalands í Þjóðadeildinni. Leikið er á Laugardalsvelli og verður leikurinn í beinni útsendingu á Viaplay/Stöð 2 Sport og í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.

Landsliðsþjálfarinn Age Hareide er búinn að velja byrjunarliðið sitt. Frá síðasta landsleik, vináttuleiknum gegn Hollandi í júní, eru sjö breytingar. Alfons Sampsted, Hjörtur Hermannsson, Daniel Leó Grétarsson, Logi Tómasson, Stefán Teitur Þórðarson, Orri Steinn Óskarsson og Gylfi Þór Sigurðsson koma inn.

Hákon Rafn Valdimarsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Jón Dagur Þorsteinsson og Mikael Neville Anderson halda sæti sínu í liðinu.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Svartfjallaland

Það vekur athygli að þeir Guðlaugur Victor Pálsson og Arnór Ingvi Traustason eru ekki í liðinu - eru á bekknum. Arnór var ekki með Norrköping í síðasta leik og Guðlaugur Victor hefur verið að glíma við meiðsli. Sverrir Ingi Ingason og Hákon Arnar Haraldsson meiddust í aðdraganda leiksins. Alls eru þetta fjórir leikmenn sem hafa verið í sterkasta byrjunarliði Íslands.

Orri Steinn fær þá traustið í fremstu línu á kostnað Andra Lucasar sem er á bekknum. Gylfi Þór Sigurðsson er með Orra í fremstu línu.

Á vef UEFA er liðinu stillt upp í 4-3-3. Þar eru þeir Gylfi, Jón Dagur og Orri í fremstu línu.


Athugasemdir
banner
banner
banner