Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 07. október 2019 15:18
Magnús Már Einarsson
Rashford: Sem stuðningsmaður United er þetta sárt
„Þú getur ekki falið þig í fótbolta og síðustu vikur hafa einfaldlega ekki verið nægilega góðar," skrifaði Marcus Rashford, framherji Manchester United, á Twitter í dag.

United tapaði 1-0 gegn Newcastle í gær en liðið hefur ekki unnið útileik síðan í mars.

Manchester United er tveimur stigum frá fallsæti eftir átta umferðir í ensku úrvalsdeildinni en fimm stig eru upp í Meistaradeildarsæti.

„Sem stuðningsmaður United þá er þetta sárt. Þið verðskuldið meira."

„Við vitum að við þurfum að bæta okkur og það er eina einbeitingin hjá okkur sem félag."


Athugasemdir
banner
banner