Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   mán 07. október 2024 22:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sagði upp eftir þrjá leiki - Þreyttur á afskiptasemi stjórnarinnar
Mynd: EPA

Claude Makelele, fyrrum leikmaður Real Madrid, Chelsea og PSG, hefur átt erfitt með að festa sig í sessi sem þjálfari eftir að leikmannaferlinum lauk.


Makelele hefur verið aðalþjálfari Bastia frá Frakklandi og Eupen frá Belgíu en hann var síðast stjóri Asteras Tripoli frá Grikklandi.

Það er aðeins mánuður síðan hann tók við liðinu en hann hefur sagt upp störfum. Hann var orðinn þreyttur á afskiptasemi stjórnarinnar.

„Þeir lofuðu mér því að ég hefði fulla stjórn á liðinu. Ég átti að ákveða hver myndi spila og hver ekki," sagði Makelele.

Það kom hins vegar annað á daginn því yfirmenn hans voru með puttana í mörgu og kornið sem fyllti mælinn var þegar stjórnin bannaði honum að spila sínum besta leikmanni.

Sá heitir Darnell Eric Bile en hann kom inn á sem varamaður gegn Athens Kallithea og lagði upp tvö mörk í 3-1 sigri.


Athugasemdir
banner
banner
banner